Andvari - 01.01.1903, Side 29
23
Haldór var mesti mannlaks, atgjörvis og mann-
kostamaður, hraustmenni ab heilsu alla æfi1, og skarp-
ur var hann að skilningi; hafði hann mikið af því, sem
kallað er góð og heilbrigð skynsemi. Hann hafði og
góða og gagnsamlega þekking á mörgum hlutum nyt-
samlegum. Skapstór var hann og örlyndur og hafði
ríkar og sterkar tilfmningar, kappsamur, ósérhlífinn og
fylginn sér, að hverju, sem hann gekk. Langrækinn var
hann á báðar hendur. Ovinum sínum var hann trygg-
ur óvinur, harðsnúinn og ósveigjanlegur, ef miður vel
var á liann leitað, en vinum sínum var hann trúr, á-
reiðanlegur og eptirlátur; hélt ])ó skoðan sinni við pá
sem aðra. Heimilisfaðir var hann hinn bezti og ást-
úðlegasti, og hélt bæði sér og sínum til gildis. Manna
sanngjarnastur var hann í viðskiptum; hjálpsamur var
hann, raungóður og greiðugur, og ]>að, sem honum var
falið eða hann beðinn um að gera, leysti hann afhendi
með trúmensku, rækt og ósérplægni, og kendi í ]>ví
bæði mannkosta hans og metnaðar. Hann treysti sjálf-
um sér vel og gekk að öllu öruggur, var og fær í mart;
en ])ó að hann væri kappsamur og harðfylginn, fór
hann saint sjaldan leingra en fært var. Hversdagslega
var hann glaðlyndur, gamansamur og úlfúðarlaus, taldi
ekki verk úr, sem vinna þurfti og var samvinnubezti mað-
ur við þá, sem hann vildi vinna saman við. Aðgerðaleysi
ög ónytjungsskap hataði hann. Þó að hann væri ekki
orðheppnari en margir aðrir, voru ræður hans á þing-
um og málfundum opt skarpar og ljósar, og kunni hann
vel að finna ástæður fyrir máli sínu; var hann og at-
löguharður, ef svo bar við að horfa. Það munaði um
hann hvoru megin sem hann var, og ekki þurfti að
1) Síðustu íirin var hann farinn að kenna móttlcysis að-
kasta, sem loks drógu liann til dauða.