Andvari - 01.01.1903, Side 32
26
annara embættismanna þjóðarinnar, svo sem og varð
að vera úr því að landið átti að launa honum.
Það vantar að vísu nokkuð á, að þinginu sjeu
tryggð lagaleg tök á ráðhen-anum, því að bæsti rjettur
á fyrst um sinn að dæma um gjörðir hans, og svo
sem jeg heíi leitazt við að leiðarökaðí Andvara 1902,
bls. 47—8, er ekki mikið gjörandi úr lagaábyrgð ráð-
herrans meðan svo er, en þinginu er hins vegar, eptir
2. og 13. gr. frumvarpsins, í lófa lagið að breyta þvi
með einföldum lögum.
Þá vantar og í frumvarpið ákvæði, sem margir
munu sakna. Jeg á við ákvæði um að stjórnin geti
ekki gefið út bráðabirgðafjárlög, nema því að eins að
þingið hafi engin fjárlög samþykkt.
Hins vegar er svo ákveðið í frumvarpinu, að ráð-
herrann skuli fá eptirlaun, og mundu þó margir hafa
óskað þess, að það atriði hefði að minnsta kosti fengið
að liggja í þagnargildi, en sú er bót i máli, að það er
lagt á vald þingsins að ákveða, hve há þau skuli vera.
1 2. gr. frumvarpsins er „alþingi“, sameinuðu þingi,
fengið ákæruvald i málum út af embættisrekstri ráð-
herrans, og með því ákvæði ei- loku skotið fyrir það,
að nokkur úr þinginu skipi dóminn, svo sem títt er
meðal annara ])jóða, þvi að ákæruvald og dómsvald get-
ur ekki farið saman. Þetta er nokkur galli, því að eðli-
legt virðist, að þingið bafi nokkur áhrif á dóminn um
ráðsmennsku ráðherrans.
Loks er eilt ákvæði tekið upp i frumvarpið, sem
hneykslað hefur suma, ákvæðið í 1. gr. um að ráðherr-
ann skuli „bera uppi fyrir konungi í ríkisráðinu lög og
mikilvægar stjórnarráðstafanir“.
Jeg er einn þeirra manna, sem álit ])að, að bók-
stafnum til, skakkt, að sjermál vor hafa verið horin upp
í ríkisráðinu. Jeg lit svo á, sem það komi i bága við