Andvari - 01.01.1903, Qupperneq 34
28
]>au mál, ])ólt vjer ekki seilumst eptir sameiginlegu málun-
um.
Ráði ])ing vort og stjórn úrslitum mála vorra, má
oss því nœr á sama standa, livar ])au eru lögð undir
úrskurð konungs.
Og í öllu falli versnar hagur vor ekki, þótt ákvœð-
ið sje nú tekið upp i frumvarpið, ])ví að, eins og allir
vita, hafa sjermál vor allt til þessa dags verið horin upp
í ríkisráðinu, og mundu eins og allir kannast við fram-
vegis iiafa verið borin þar upp, })ó að það hefði ekki
verið áskilið í frumvarpinu.
Það er enda viðfeldnara, að sjermál vor sjeu borin
upp í ríkisráðinu lögum samkvœmt en lögum gagnstœtt.
Vjer höfum og ólíkt öflugi'i tök á þessu ákvæði, er það
er komið inn í lög vor, ef það kynni að reynast illa.
Þá gætum vjer fellt það úr, eins og vjer nú tökum það
upp. Hingað til höfum vjer ekki náð til þess, og sá
óvinurinn er jafnan hættulegastur, sem maður ekki nær
til.
Þess verður og vel að gæta, að Danir eiga sömu
þegnrjettindi hjer á landi eins og vjer, sem og þess, að
skaðinn mundi skella á þeim, ef vjer gengjum of nærri
rjetti annara ])jóða, þjóðarjettinum svokallaða, og þvi
er ekkert eðlilegra en að þeir áskilji sjer færi til að
geta haft gætur á gjörðum vorum, og það skilst mjer
þeir ekki geta með öðru móti en því að heimta að fá
að heyra, hvað ráðherra vor leggur til við konung.
Það er aðeins ein hætta, sem staðið gæti af ákvæði
þessu, sú, að það kynni að lánast að koma á stað
nýrri sundrungu út af ])ví, og hefði þvi lielzt verið
óskandi, að það hefði ekki verið tekið upp, enda er al-
menningi nokkur vorkunn, þótt hann kunni ekki þegar
að hafa áttað sig á þessu nýmæli, úr því að svo ólík-
lega fór, að lögfróðir menn gjörðu þetta ákvæði einu