Andvari - 01.01.1903, Side 35
sinni að aíaídeiluefni, en vonandi lánast nú ekki að
gjöra eld úr því.
Þar er enginn eíi á ])ví, að vjer mundum liafa
samið frumvarpið á annan veg, ef vjer hefðúm haft
frjálsar hendur, en hinsvegar getur það tvímœlalaust
komið oss að stórmiklu haldi, ef vjer kunnum með að
fara, sjerstaklega ef vjer berum gœfu til að fara rjett
af stað, og það er aptur að miklu leyti komið undir
þingkosningunum á komandi vori.
Það verður vafalaust aðalhlutverk næsta þings, þá
er frumvarpið er samþykkt til fullnustu, að setja lög
um þau cfni, er standa í nánasta sambandi við stjórn-
arbreytinguna, svo sem lög um ábyrgð ráðherrans, laun
hans og nýju stjórnarembættismannanna, li'ig um afnám
þeirra einbætta. er lögð verða niður og mn skiptingu á
verkum þeirra milli annara embætta o. s. frv.
Það kemur að vísu sjaldan fyrir, að komið sje
fram með lagaábyrgð á hendur ráðherrum konunga og
annara stjórnenda þjóðanna. Ábyrgð þeirra er aðallega
siðferðisleg. Þeir verða að haga svo gjörðum sínum,
að þeir geti varið þær fyrir dómi þinganna. Og svo
verður ástandið væntanlega og hjá oss. En þó eru ná-
lega i hverju stjórnfrjálsu landi lil sjerstakar reglur um
embættisábyrgð .ráðherranna. Ákæruvaldið er víðast
hvar fengið neðri deild ])inganna, dómsvaldið víða feng-
ið sjerstökum dómstólum og víða til sjerstök hegningar-
lög. Ekkert virðist heldur vera eðlilegra, en að þjóðirn-
ar reyni að tryggja sig sem bezt gegn jafnvoldugum
mönnum og ráðherrarnir eru. Og einkum er nauðsyn-
legt, að búið sje sem bezt um alla hnúta fyrst í stað
meðan þingin eru að læra að ná tökum á mönnunum.
í öllum þremur Norðurlandaríkjunum er sjerstökum
dómstólum ætlað að fara með mál ráðherranna. I
Danmörku skipa hæstarjetlardómendurnir allir og jafn-