Andvari - 01.01.1903, Síða 36
30
hnargir úr efri deild ])ingsins dóminn. I Noregi er dóms-
valdið í höndum efri deildar og hæstarjettar. í Svía-
riki er dómurinn skipaður nokkrum rnönnum úr liæsta-
rjetti, hirðrjettinum og úr stjórnarstofunuin og æðsla
herforingjanum og flotaforingjanum í höfuðstaðnum. í
Frakklandi er dómsvaldið hjá efri deildinni en í Prúss-
landi, Hollandi og Belgíu hjá hæstarjetti, enda eru
hæstarjettardómendurnir í tveimur síðasttöldu löndun-
um að nokkru leyti skipaðir eptir tillögum þinganna.
I Danniörku og Ilollandi er ákæruvaldið hjá kon-
ungi og neðri deild, ])annig að hvort í sínu lagi getur
kært ráðherrana. I Noregi, Frakklandi og Belgíu er
það hjá neðri deild, í Prússlandi lrjá hvorri deildinni
um sig og i Svíaríki hjá þingnefnd.
I Noregi, Sviaríki og HoIIandi eru til sjerstök á-
byrgðarlög, og í Danmörku er ]>að ákveðið bæði í
grundvallarlögunum frá 1849 og 186fi að setja skuli
sjerstök lög í ]>ví efui, en ]>au eru ókomin enn, líklega
meðfram af ]>ví, aö ]>au voru ekki búin til jafnframt og
grundvallarlögin sjálf.
I Englandi hafa ráðherrarnir fyr á tímum verið
dæmdir fyrir embællisbrot, enda ])ótt þar sje engin sjer-
stök lagaákvæði til um ábyrgð þeirra, en þar er nú, i
stað lagaábyrgðarinnar, komin á sú fasta venja, að ráð-
herrarnir fara frá völdum samstundis og þeir missa
traust neðri deildar.
Það verður, eins og drepið er á að ofan, líklega
eitt af aðalverkum næsta þings, að setja lög um ábyrgð
ráðherrans, en þar rekst lagasmíðin liklega á erfiðan
þröskuld, ákvæðið í frumvarpinu um að alþing kæri
ráðherrann.
Af þvi að yfjrdómendurnir hafa kjörgengi til al-
])ingis og sitju þar jafnan fleiri eða færri, kemur vænt-
anlega ekki til mála að íela yíirrjetlinum dómsvald í