Andvari - 01.01.1903, Qupperneq 37
málum á móti ráðherranum, sizt einum, nema þá því
að eins, að jieim yfirdómendum, sem sœti œttu á þingi,
væri bannað með lögum að taka þátt í ályktun þings-
ins um ákæruna eða öllu lieldur bannað að sitja á
þingi, en til þess þyrfti nýja breytingu á stjórnarskránni.
Til binnar breytingarinnar þyrfti aptur á móti ef til vill
ekki annað en viðauka við þingsköpin, og má þó vel
vera að sú breyting þætli koma í bága við 37. og 38.
gr. stjórnarskrárinnar. lljer við bætist, að yfirdómur-
inn er nokkuð fáliðaður, enda rnun þar allajafnan, svo
sem að líkindum ræður, vera meira af lögspeki en stjórn-
speki, auk þess sem dómendurnir eru allir útnefndir af
stjórninni. Ilinsvegar mætti skipa launalausa vara-
dómara í yfirrjettinn, líkt og á sjer stað í hæstarjetti
bæði í Danmörku og Noregi, og láta þá fara með mól
ráðherrans í stað þeirra aðaldómara, er kynnu að eiga
sæti á þingi.
Annars má ef til vill gjöra ráð fyrir því, að amts-
ráðin verði ekki lögð niður með amtmannaembættun-
um, enda ])ótt þeim kunni að verða breytt nokkuð, og
mætli þá láta þau, annaðhvort hvert í sínu lagi eða
öll í sameiningu, kjósa hæfilega marga menn i dóminn.
Eðlilega ættu þau ekki að tnega kjósa hvern sem verk-
ast vildi, heldur ætti að binda kjörfrelsi þeirra nokkuð
við borð. Það mætti biuda kjörgengi dómendanna við á-
kveðinn aldur, sjálfstæða stöðu og eins mætti heimta
lögfróðleik af nokkrum þeirra, og svo margir æltu þeir
að vera, að róðherrann gæti rutt nokkrum úr dóminum.
Yrðu amtsráðin lögð niður, mætti ef til vill láta
hverja sýslunefnd á landinu annaðhvort nefna 1 mann
beint í döminn eða þá kjósa 1 manri eða fleiri, er svo
allir gengju saman í eina nefnd og kysu dómendurna.
Málsmeðferðin ætti að vera munnleg og fara fram