Andvari - 01.01.1903, Qupperneq 38
í heyranda hljóði. tingið feetti aS ícjósá sækjanda og
ráðherrann verjanda.
Ábyrgðarlögin væri’ekki erfitt að taka saman, ]>ví
að fyrir ])eim eru til nægar fyrirmyndir í lögum annara
])jóða, enda mundi 13. kapítuli ])égningarlaganna ná til
ráðherrans sem til annara embættismanna.
Eins og öllum er kunnugt, gengur tiltölújega mikill
hluti af tekjum landsins, vegna víðáttu ])ess og strjál-
byggðar, lil embættislauna, og ætti ])ingið, ])egar af
þeirri ástæðu. að gæla sparnaðar, er ])að setur lög um
laun ráðlierrans og eptirlaun. Það embaitti verður
vonandi ekki lífstíðaremhætti, og vænlanlega verðum
vjer svo heppnir, að ráðherraefni vor líli fremur á hag
þjóðarinnar en á launaupphæðina, svo að ])au ljetu ekki
standa á sjer, þó að launin yrðu t. d. ekki hærri en lands-
höfðingjalaunin eru nú.
Það er vandi að setja lög um hvaða efni sem er,
en eklu hvað minnstur vandi verður ])ó að skipta svo að
vel fari verkum þeirra embætta, er lögð verða niður,
og ákveða verksvið stjórnarstofunnar. Fyrirfram getur
enginn dregið alla drættina, en helztu drættina verður
liver, sem býzt við að eiga atkvæði um málið, að hugsa
sjer.
Annarsvegar virðist sjálfsagt, svo sem lagt er ti!
í áliti stjórnarskrárnefndarinnar í neðri deild 1902 (sbr.
þingtíðindin 1902 C. bls. 267—268), að leggja þau
embætli, sem mega missa sig, sem allra fyrst niður,
ella er hætt við, að þau verði kannske nokkuð lífseig.
Og hins vegar ætti umfram allt að auka sjálfstæði
lægri stjórnarvalda og sveitastjórna. Það er fátt, sem
eykur meir ])roska þjóðanna en að iáta þær eiga sem
mest með sig sjálfar, enda fátt sem á ver við íslenzka
lund en að hæla hana undir opt og einatt smásmuglegt
eptirlit. Og ekkert á ver við víðáttu landsins og strjál-