Andvari - 01.01.1903, Side 39
33
byggS en að þurfa að sækja til landsstjórnarinnar utan
af yztu landshornum lof og leyfi t,il uálega hvers smá-
ræðis. MeðferS málanna verður með ]>vi móti ójjarílega
margbrotin, seinfara og kostnaðarsöm. Æðri stjórnar-
völdin fengju þá og meiri tíma til eptirlits en þau
nú hafa, og þeim tíma væri væntanlega ekki
betur varið til annars, því að of víða kennir enn, líklega
meira og minna í öllum stjettum, seinlætis, óreglu og
skeytingarleysis.
En ])ó að vafalaust muni reyna allmikið á hygg-
indi og þjóðrækni þingmanna næsta sumar, er þeireiga
að leggja stjórn vorri lífsreglurnar, tel jeg þó víst, að
enn meira muni reyna á þessar tvær höfuðdyggðir á
næstu þingum, þegar vjer eigum að fara að brúka staf
laganna í stríði lífsins.
Vjer viljum vafalaust allir, hver upp á sinn hátt,
landi voru og þjóð vel, en oss hefir alla jafnan greint
ekki alllítið á um það, hvað væru framfarir. Lengi
voru þeir einir kallaðir framfaramenn, er helzt vildu
skilja Island frá Danmörku, en næst helzt gjöra það að
nokkurskonar konungsríki eða að minnsta kosti að lítt-
háðu jarlsdæmi. Seinna kúventu sumir þessara manna
hæði í stjórnmálinu og öðrum málum, svo að um
tíma virtist vera efst á baugi hjá þeim að reyra Island
sem fastast við Danmörku. Þá hjet ekkert framsóku
annað en þetta. Þá voru hinir, sem fara vildu meðal-
veginn, þeir sem vildu sníða stjórnarstakk vorn eptir
vexti vorum og hlynna að þjóðlegri framþróun lands-
ins, kallaðir apturhaldsmenn. En iíklega er nú sú alda
brotnuð og rís vonandi ekki strax aptur. Allur sá gaura-
gangur og sjerstaklega hafvillur seinustu 5 ára hafa
vonandi kennt oss að stilla oss nú í lengstu lög um að
vekja upp aptur nýja stjórnmáladeilu. Þörf vor í því
efni mun segja til sín sjálf, þegar hún er orðin svo rík,
3