Andvari - 01.01.1903, Side 41
35
Lyfið viS aSalmeinsemd vorri, fátæktinni, félst i landi
voru og legi, líkt og lyíið við vorum Iíkamlegu sjúk-
dómum opt kvað liggja í oss sjálfum. Hins vegar þurf-
um vjer vafalaust að njóta að reynslu og áhalda ann-
ara þjóða til að finna það, á líkan hátt og vjer ])urf-
um opt að leita læknis til þess að hjálpa likama vor-
um til að hressast. Þó munum vjer fremur sjaldan
geta notað dæmi annara þjóða óbreytt. Vjer munum
optar þurfa að laga ])að eptir sjerháttum vorum, á lík-
an hátt og laga varð skozku ljáina til þess að þeim
yrði komið vel fyrir í þýíinu.
En eins og menn greinir á um það, hvar vér eig-
um að leita oss liðs, eins og ekki sízt eru skoðanirmanna
skiptar um það, hvernig vjer qigum að haga leitinni.
Sumir vilja stökkva beint af augum, sumir vilja fara
hægt en sígandi, og einstaka maður kann að ætlast til
að lækningin komi af sjálfu sjer. Vonandi á miðskoð-
unin sjer flesta fylgismenn, enda þótt jafrián hafi
heyrzt nokkuð hátt til fyrstu skoðunarinnar, og búast
megi við, að ekki dragi niður í slíkum röddum nú
undir kosningax-nar. Þannig hefur því verið haldið
fram, að ekki megi sjá eptir seinasta eyri landsjóðs og
að ekki sje horfandi í að tæma þar að auki lánstraust
landsins til fulls, sje um nauðsynlegt framfaramál að
tefla, fyrri en hvorttveggja sje tæmt, þurfi ekki að hækka
skatta og álögur á þjóðinni. Jeg held, að þessi Iífsregla
mundi reynast öllum löndum hættuleg, en þó einkum
Islandi, sem á allra landa mest undir óviðráðanlegum
náttúruöflum, eldinum að innan og ísnum að utan, sem
hvor um sig, og allra helzt ef þeir leggja saman, geta
ónýtt eða minnsta kosti stórskemmt jafnvel hinar bezt
hugsuðu og bezt löguðu framkvæmdir. Það má koll-
sigla sig í ljúfu leiði, hvað þá heldur í misjöfnu veðri.
Það kaun að vera, að lík regla gæíist sumstaðar sæmi-
3*