Andvari - 01.01.1903, Side 42
8G
lega í eitt skipti eða tvö, en ]>að er hætt við að ])eir,
sem henni fylgdu, roundu ekki ná áfangastaðnum fyrst-
ir, er til lengdar ljeki. Þeir eru ekki allt af íljótastir i
ferðum, sem ríða hörðustu sprettina. Lestamaðurinn
nær jjeiin jafnvel stundum. Og hætt cr við, að jreim,
sem lifðu nýju skattaálögurnar, mundi, ef allt færi illa,
ganga nokkuð erfitt að leggja fram nægilegt fje i einu,
bæði til að útvega nýjan bústofn fyrir landið og til
jress að borgaafborgun og vexti af lánsfjenu, sem fór for-
görðum. Annars er eðlilega ómögulegt að segja fyrir-
fram, hve mikinn hraða vjer getum haft á. Það er að
sumu leyti komið undir atvikum, sem vjer ekki ráðuni
við. Hann vorður vafalaust stundum meiri og stundum
minni. Það eitt getum vjer sagt, að vjer höfum ekki
ráð á, að standa eitt augnablik í stað. Til þess eru
aðrar jijóðir komnar oflangt fram úr oss.
Viðleitni vor verður allt af að horfa fram og fyrst
þangað sem umbótaþörfin er ríkust, ]»ví að vjer höfum
ekki efni á að hafa mörg járn í eldinum í einu. Og
svo sem drepið er á að framan, ríður oss mest á að
rjetta við efnahag vorn. Því verða atvinnumálin og
verkíeg fræðsla aðganga áundanöðrum málum. Þau
þurfa í rauninni fyrst i stað að halda á óskcrtri umhyggju
vorri og öllum kröptum vorum. Það er unnið of lítið
og of fátt í landinu. Peningaæðar vorar eru of fáar og
ílytja oss of lítið, en spýta of margar og of miklu til
annara landa. Vjer verðum að binda fyrir þær sem flest-
ar og sem fyrst. Vjer verðum að reyna að koma því
svo fyrir, að vjer getum leldð sem flest á heimalandi
og að því mundi meðal annars hagkvæm tolllöggjöf stuðla.
Það mundi hjálpa öllum atvinnuvegum landgins mikið,
ef vjer tolluðum allar þær vörur, sem vjer gætum
frandeitt sjálfir. Og tolleptirlitið þyrfti ekki að verða
svo útdráttarsamt, sem margir óllast. Það ætti ekki