Andvari - 01.01.1903, Side 43
87
að þurfa lærða menn til að heimta saman tolla, og þó
að Iögreglustjórarnir hefðu tollheimtuna á hendi fram-
vegis sem hingað til, mætti eflaust auka tollana allmik-
ið.án þess að gjaldheimtan yrði dýrari. Tollheimtan
er fremur umsvifalítil, en sæmilega launuð.
En eins og atvinnumálalöggöf vor ætti að miða að
því, að gjöra oss sem sjálfstæðasta, eins ætti öll við-
leitni vor yfirleitt að lúta að þvi, að draga það sem
mest fram og hlynna sem bezt að því, sem er einhenn-
ilegt fyrir þjóðina. Það er ekki allt komið undir
höfðatölunni og auðlegðinni. Eðliseinkennin eiga engu
síður rjett á sjer, og þau eigum vjer Islendingar engu
síður en aðrar þjóðir, enda þótt opt og einatt sýnist
svo sem þjóðin skipi þau sæti, sem hún á ráð á, þeim
mönnum, sem semja sig mest að útlendu sniði.
Þannig sá jeg aðeins 1—einn— bónda á síðasta þingi
bænda, búnaðarþinginu. Jeg hafði búizt við, að sjá þar
Hermann Jónasson á Þingeyrum. Torfa Bjarnason í
Olafsdal og fleiri menn af sömu gerð, en sá þar í þeirra
stað báða amtmennina, 2 sýslumenn, 2 prestaskólakenn-
ara, 1 latínuskólakennara, 1 gagnfræðakennara og 2
presta eða 11 — ellefu — embættismenn, og bóndinn
var í rauninni embættismaður lika, því að hann var
umboðsmaður jafnframt. Ella hefði hann líklega ekki
þótt þinghæfur.
En það er ekki eingöngu komið undir þinginu,
livort búskapur vor blessast, nú er vjer eigum að fara
að eiga með oss sjálfir. Það er að miklu leyti komið
undir sambúðinni milli þingsins og ráðherrans, og hún
er aptur að nokkru leyti komin undir þvi, hvernig rúð-
herravalið tekst, sjerstaklega i fyrsta skipti. Upphafið
ræður allt af miklu um úrslitin, en þó er einkum árang-
ur allrar samvinnu mjög kominn undir því, að rjett sje