Andvari - 01.01.1903, Blaðsíða 44
38
farið af stað. Þa3 er ef til vill óvíst, hvort mundi verða
oss aíTarasælla, að fá í ráðherrasætið þjóðhollan en ráð-
ríkan yfirburðamann eða ])á hitt, að fá < það mann,
sem ljeti þingið ráða mestu. Það er undir því komið,
hvort þjóðin á kost á að senda nógu marga hyggna
og einbeitta menn á þingið. Sje þjóðin fær um það,
er enginn efi á því, að oss er fyrir beztu að fá þegar
í þann sess mann, er viðurkenni það bæði í orði og
verki, að það er þingið, sem á að ráða mestu um
landsbúskapinn. Þingið á sem fulltrúi þjóðarinnar að
draga aðaldrættina, en það má hinsvegar ekki blanda
sér í daglegar gjörðir stjórnarinnar. Hún verður að
hafa sjálfstæði innan sinna vjebanda.
Þjóðin ræður því nú að vísu ekki, hver verður ráð-
herra, en þó er ekki ólíklegt að hann verði tekinn úr
þeim flokki, sem verður hlutskarpari í kosningunum, og
því er einnig að því leytinu til áríðandi, að þingkosn-
iugarnar takist vel. En hvernig sem þær kunna að fara,
er þó vonandi, að vjer verðum svo lánsamir að fá í
ráðherrasælið mann, sem kann að nota góða krapta
þjóðarinnar, hvar sem þeir finnast og hvorum meginn
sem þeir hafa staðið.
Fari kosningarnar vel og takist ráðherravalið sæmi
lega, eru allar horfur á þvi, að þjóðin eigi bjartari fram-
tíð fram undan sjer en að baki sjer.
í Febrúar 1903.