Andvari - 01.01.1903, Page 45
r
I ríkisráðinu.
Eftir
Kristján Jónsson
yfirdómara.’
Þegar stjórnarskrárfrumvarpið var samþykt á al-
Jjingi í fyrra með samhljóða atkvœðum allra þeirra þing-
manna, sem atkvæðisrétt höfðu, var það óefað ætlun og
vilji allra þessara þingmanna, að málinu væri nú ráðið til
fullnaðarlykta að sinni, það er að segja, að það væri
nú búið að fá þau úrslit, sem vér mættum og ættum
að una við fyrst um sinn um nokkurt árabil; skoðunin
var sú, að með frumvarpinu, er það yrði að lögum,
yrði sett sú stjórnleg skipun á málum vorum, sem vér
ættum að una við, meðan hin nýju, væntanlegu stjórn-
arlög vor væru reynd ogreyndust oss hagfeld. Reynsl-
an átti að skera úr þvi, hvort og livað lengi það gæti
orðið, og hún ein gat og getur skorið úr því. — Vegna
þessa var svo djúpt tekið í árinni í „Avarpi“ Fram-
sóknarílokksins 18. ágúst f. á., að þar er sagt, að „eng-
inn muni gjörast svo djaríur, að reyna að hreyfa við
því (o: frumvarpinu) á næsta þingi“. — Þessi orð í á-
i) RitgerS þessi liefir áður verið hirt i bæklingi sér og send
út um land að tilhlutun Framsóknarflokksstjórnarinnar.