Andvari - 01.01.1903, Qupperneq 46
40
varpinu studdust við það, að Framsóknarflokknum var
pað ]>á fullkunnugt, að um ])etta atriði, fullnaðarsam-
þykkingu stjórnarskrárfrumvarpsins án breytinga, voru
allir þingmenn þá á einu máli, að allir voru enn frem-
ur á einu máli um það, að stjórnarskrárfrumvarpið
mundi gjöra mjög liagfelda breytingu á stjórnarskipun
vorri, að ])að hefði eigi nein ])au ákvœði, sem gjörði
það óaðgengilegt fyrir oss, en að verulegar breytingar
á því (frumvarpinu) mundi leiða til þess, að málið dræg-
ist enn um lengri eða skemmri tíma, eða jafnvel að við-
leitni vor til að fá hagfeldar og oss alveg nauðsynlegar
breytingar á stjórnlögum vorum lögleiddar færi alveg að
forgörðum, og að barátta vor í þessu efni síðan 1895
yrði með því móti alveg árangurslaus. Um þetta var í
sumar er leið, eða þangað til fyrir svo sem missiri síð-
an, lítill eða enginn skoðanamunur; en síðan heíir verið
breyft mótmælum gegn einu ákvæði í stjórnarskrárfrum-
varpinu, og það sýnist svo, sem þeim mönnum sé frem-
ur að fjölga, er telji þetta ákvæði svo athugavert og
svo háskalegt, að það eigi að breyta stjórnarskrárfrum-
varpinu að því er þetta atriði snertir. Að visu kom
þessi slcoðun fram þegar um þingtímann í sumar er
leið (nfl. á almennum fundi í Reykjavík), en hún virtist
þá eigi hafa fengið neina fótfestu, og að minsta kosti
cr það fullvíst, að enginn þingmaður aðbyltist hana.
Síðan hafa þeir ritað um málið, Einar Benediktsson
málsfærslumaður, Eiríkur Magnússon, master of arts, og
Jón Jensson yfirdómari, og er það samhuga álit þeirra,
að orðin: í ríkisráðinu i 1. gr. stjórnarskrárfrumvarps-
ins gjöri það alveg óaðgengilegt fyrir oss, svo óaðgengi-
legt, að það væri bersýnilegur glæpur, að samþykkja
það. Sömu skoðun hefir verið haldið fram afdráttar-
laust og aflátslaust i blaðinu „Landvörn“ síðan það
byrjaði að koma út hér í Reykjavík i vetur. Tvent er