Andvari - 01.01.1903, Side 47
41
það, sem mönnum þessum, mótstöðumönnum stjórnar-
skrárfrumvarpsins, hefir orðið sérstaklega til ásteytingar
í umræðunum um mál þetta, en það eru hin tilvitnuðu
orð í ávarpi Framsóknarflokksins og nefndarálit efri
deildar alþingis 1902 í stjórnarskrármálinu. Eg átti
nokkurn þátt í báðum þessum skjölum, og býst eg því
eigi við því, að það verði álitin þarílaus framhleypni af
mér eða ástæðulaus íhlutunarsemi, að rita nokkur orð
um atriði það, sem nú er orðið að svo hörðu deiluefni.
— Eg ætlast til þess, að þau verði á annan bóginn
varnarorð fyrir framkomu minni á síðasta þingi í stjórn-
arskrármálinu, en á hinn bóginn viðvörunarorð til allra
þeirra, sem orð mín vilja heyra, um það, að hlaupa nú
eigi i gönur, láta nú eigi leiðast út á villustigu, missa
nú eigi sjónar á markinu, og stökkva nú eigi út í myrkr-
ið í athugunarleysi og bráðræði.
Það virðast allir hingað til hafa verið samdóma
um, að stjórnarskrárfrumvarp síðast þings sé mjög mik-
ilsvert stjórnöo7,a»'-frumvarp, að í því felist ákvæði um
breytingar á stjórnarfyrirkomulaginu, sem vér jafnan
höfum talið mjög mikilsverð fyrir oss, og eru það í
raun og veru. Mótstöðumenn frumvarpsins, sem eg
ætla að kalla „Landvarnarmenn'1 fyrir stuttleika sakir,
þó þeir skipi sér eigi allir undir merki „Landvarnar“,
viðurkenna þetta einnig. Þeir kannast við það, að á-
kvæði frumvarpsins horfi í framfara-áttina, og að með
þeim verði mörgum hinum helztu framfarakröfum vor-
um í stjórnbótarmálinu fullnægt. Þetta er nú einnig
að mínu áliti vafalaust, og eg hefi ásamt ýmsum öðr-
um alt síðan 1895 haldið því fram og barist fyrir því,
að umbætur í þessa átt væru gjörðar á stjórnarskipun
vorri. Nú höfum vér fengið konungsloforð fyrir því, að
þessar umbætur fái framgang, og það að einu leyti í