Andvari - 01.01.1903, Blaðsíða 48
4Ö
frekari og fyllri mæli en fariS var fram á 1897, 1899
og 1901, þar sem tekið hefir verið upp meðal umbót-
anna ákvæðið um búsetu æðstu landstjórnarinnar hér á
landi samkvæmt því, sem vér höfðum farið fram á 1895
(í þingsál.till,) og í ávarpi ed. til konungs 1901. Þó
þess gjörist eigi þörf, nefni eg hér helztu umbótar-
ákvæði frumvarpsins, en þau eru þessi: Vér fáum sér-
stakan ráðgjafa, sem ekki má hafa annað ráðgjafa-
embætti á hendi, verður að tala og rita íslenzka tungu
og hefir aðsetur sitt í Reykjavík; ráðgjafi þessi ber mál
vor upp fyrir konungi, og hann ber ábyrgð á stjórnar-
athöfninni allri, en alþingi hefir vald til að kæra hann
fyrir embættisrekstur hans; hann, ráðgjafmn, á sæti á
alþingi (o; er stjórnskipulega skyldur til að mæta þar);
með því móti getur þingið samið við hann og unnið
með honum að landsmálum. Frumvarpið lengir alþing-
istímann um fjórðung, fjiilgar þingmönnum um 4, breyt-
ir tölu þingmanna i hvorri deild þannig, að þjóðkjörnir
þingmenn verða jafnan í meiri hluta einnig í efri deild;
rýmkar kosningarréttinn að talsverðum mun; fellir nið-
ur takmörkun þá á fjárráðarétti alþingis, sem 25. gr.
stjórnarskrárinnar inniheldur; breytir ákvæðunum í 28.
og 36. gr. stjórnarskrárinnar þannig, að minni hlutinn
(á þingi eða í þingdeild) getur eigi ónýtt ályktanir meiri
hlutans með því einu móti, að mæta eigi á fundi.
Þessi upptalning sýnir, hversu margar, miklar og
mikilsverðar breytingar á stj<)rnarfyrirkomulagi voru
frumvarpið býður oss; það má segja það í stuttu máli,
að úrslit mála vorra verði nú samkvæmt frumvarpinu
tekin úr höndum útlendra valdsmanna og lögð í hendur
vor Islendinga sjálfra; vér fáum innlenda stjórn í stað-
inn fyrir útlenda stjórn, og þessi innlenda stjórn verð-
ur í öllum athöfnum sínum háð eflirliti alþingis, þannig,
að hún í raun og veru mun ekkert færast í fang og