Andvari - 01.01.1903, Blaðsíða 49
48
ekkert framkvœma nema það, sem alþingi vill vera láta,
en verður á hinn bóginn aS framfylgja fyrirskipunum
alþingis; annars gelur hún eigi haldist sem stjórn lands-
ins. Þetta hefir verið kallað þjóðrœði. — Stjórnarbótin,
sem heitin er með stj.skrárfrumv., veitir oss innlenda
eða íslenzka þjóðræðisstjórn.
Þegar þetta er athugað, er það auðsætt, að vér
verðum að hugsa oss alvarlega um, áður en vér ráð-
umst í það, annaðtveggja að fella stjórnarskrárfrumvarp
- síðasta þings, eða breyta þvi svo, að tvísýni verði á því,
að það öðlist staðfestingu konungs. Þó er nú í alvöru
farið fram á þetta síðara. „Landvarnarmenn“ berjast
fyrir því, að orðin „i rikisráðinu“ í 1. gr. frumvarpsins
verði á næsta þingi feld úr því; að öðru leyti virðast
þeir ekki hafa neitt að atliuga við frv.; báðir flokkar
siðasta þings vilja láta samþykkja frv. óbreytt, eða ekki
hefir annað heyrst. Spurningin verður því að eins þessi:
Hvað hafa orðin í 1. gr. frv.: „í ríkisráðinu“ að þýða?
Gjöra þau frumvarpið, sem annars er stórmikil og afar-
nauðsynleg réttarbót, að „uppgjöf landsréttinda“, að
„þjóðernis-afneitun", að „innlimunarlögum" i Danmörku,
o. s. frv., en alt þetta og margt íleira hefir verið sagt
bæði í ritlingi yfirdómara Jóns Jenssonar og i „Land-
vörn“.
í 1. gr. stjórnarskrárfrumvarpsins stendur: „Hann
(a: ráðherrann) skal fara svo oft sem nauðsyn er á til
Kaupmannahafnar, lil þess að bera upp fyrir konungi í
ríkisráðinu lög og mikilvægar stjórnarráðstafnir“. Það er
ekkert haft á móti því, að ráðherrann beri upp fyrir
konungi i Kaupmannahöfn lög og mikilvægar stjórnar-
ráðstafanir, en hann á ekki að mega gjöra það í ríkis-
ráðinu. Með þvi að samþykkja það, gefum vér upp
landsréttindi vor, köstum frá oss þjóðerni voru, játumst