Andvari - 01.01.1903, Síða 50
44
undir innlimun í Danmerkur-ríki, ofurseljum Danmörku
og dönsku valdi Island og alt það sem íslenzkt er.
Auðvitað eru |ietta engar sannanir, að eins gifuryrði og
gömul pólitisk slagorð, sem vakin eru upp. En sönn-
unin fyrir uppgjöf landsréttindanna á að liggja í því, að
vér með ákvæðinu um ríkisráðið samþykkjum gildi
grandvallarlaganna dönsku liér á landi eða viður-
kennum, að þau hafi verið gild hér og séu það.
Þessi samþykking eða viðurkenning á nú að hafa á-
minstar voðalegar stjórnréttindalegar afleiðingar fyrir '
oss (uppgjöf landsréttinda o. s. frv.). Þetta verður nauð-
synlegt að athuga nokkru nánara, og ætla ég að fara
um það nokkrum orðum.
Fyrst ætla eg að svara þeirri spurningu: Voru
grundvallarlögin dönsku gildandi fyrir lsland áður en
stjórnarskrárfrv. var samþykt sumarið 1902 ? Því verður
að svara afdráttarlanst neitandi. Lögþessi voru í upp-
hafi eigi gefin fyrir Island og ekki ætluð Islandi, sbr.
kgsbr. 23. sept. 1848; að það var eigi tekið beint fram
í sjálfum lögum þessum eða inngangsorðum þeirra, var
sprottið af sérstökum atvikum, sern oftsinnis hefir verið
gerð grein fyrir og mér þykir eigi ástæða til að minn-
ast nú frekara á. Þau (grundvallarlögin) hafa eigi verið
samin á íslenzku, né Iögð út á íslenzku, og þau hafa
eigi verið birt hér á landi fyrir almenningi. Þau hafa
aldrei verið lögð fyrir þing þjóðarinnar, alþingi. Þegar
danska stjórnin og ríkisþingið gaf út stöðulögin 2. jan.
1871, var það frá þeirra hálfu viðurkent, að grundvall-
arlögin væru ekki gildandi hér; annars hefðu stöðulög-
in orðið breytingarlög á grundvallarlögunum, og hefði
orðið að samþykkja þau eftir 95. gr. þessara lagá (um
grundvallarlagabreytingar); en það var eigi gjört.
Stjórnarskrá vor, sem vér höfum búið við nærfelt 30
ár, væri lögleysa ein, ef grundvallarlögin væri gildandi