Andvari - 01.01.1903, Síða 52
4tí
íng þá þó sérstaklega athuguö. Og öbeinlínis eru grund-
vallarlögin eigi samþykt eða viðurkend með þessu ákvæði,
því að ákvæðið getur staðist, þó að engin grundvall-
arlög vœri til (fyrir Danmörku). Konungurinn mundi eft-
ir sem áður hafa „ráð“ (ríkisráð: Statsraad, Geheime-
statsraad, Conseil eða því um líkt), og þar ætlast stjórn-
arskráin til að mál vor séu upp horin fyrir honum.
Þegar frumvarp vort var samið, var það kunnugt, að
konungur vor hefir „ríkisráð“; um þessa stjórnarstofn-
un, sem i raun og veru er eins gömul og konungsvald-
ið í Danmörku, eru reglur settar í grundvallarlögunum.
Þar er meðal annars sagt, að „ráðgjafarnir“ myndi
(„udgöre“) ríkisráðið; en konungurinn hafi íorsæti. En í
raun og veru er konungur aðal-persónan í þessu ráði;
hann einn hefir úrskurðar- og ályktarvald; ráðgjafarnir
hafa að eins tillögurétt.
Nú segir stj.sk.frv. það eilt, að ráðgjafi vor skuli
bera mál vor upp fyrir konungi vorum í þessu ráði
hans, sem er æfagömul og alþekt stjórnarstofnun. Frum.
varpið gerir ráð fyrir því, að þessi stofnun sé til, sem
og er, og að af hálfu hinnar dönsku stjórnar verði eigi
gerð mótspyrna gegn því, að ráðgjafi vor tali þar við
konung, og höfum vér nú vissu fyrir því, að það verð-
ur eigi gert. Annars mátti vel búast við því, að frá
danskri hálfu yrði því haldið fram, að rdðgjafi vor
mœtti eigi og aitli eigi að mæta í ríkisráðinu.
Frekara en þetta: að ráðherra vor beri mál vor
upp fyrir konungi vorum, Islandskonungi, í rfkisráð-
inu, liggur nú eigi í stjórnarskrárfrumvarpinu; hvorki
beinlínis né óbeinlínis samþykkir það eða viðurkennir
]>að grundvallarlögin, og það er ekki hin minsta heim-
ild til að leggja frekara í ákvœði frumvarpsins en þau
sjálf vilja segja og segja. —
En gerum nú ráð fyrir því, að al])ingi hafi bein-