Andvari - 01.01.1903, Page 53
47
Íínis eöa óbeinlínis með áminstu ákvæði 1902 samþykt
eða viðurkent grundvallarlögin svo sem gild hér á landi.
Hvaða þýðingu hefir þá það ? Alls enga í stjórnarfars-
legu tilliti. Þau verða ekki gild fyrir það. Vér höf-
um séð það að framan, að grundvallarlögin voru eigi
gild hér fram að 1902. Nú verða lagaboð eigi gild hér
á landi nema því að eins, að þau sóu samin á Islenzku,
og samþykt eftir vissum reglum af háðum deildum al-
þingis, og síðan auglýst fyrir þegnunum. Þetta hefir
eigi verið gert. Samþykking þingsins ein út af fyrir
sig var eigi nægileg til þess að veita grundvallarlögun-
um gildi. Og sé hér talað um viðurkenningu á gildi
grundvallarlaganna frá útkomu þeirra, þá væri sú við-
urkenning þýðingarlaus, með því að hún styddist við
eða bygði á þeirri röngu skoðun, að grundvallarlögin
hafi þegar áður verið gild fyrir oss.
Þá held eg ekki, að nein ástæða sé til að ætla það,
að ráðgjafi vor Alberti hafi haft það fyrir augum að fá
oss til að undirgangast eða viðurkenna eða samþykkja
grundvallarlögin. Hvað mundi hann vinna við það? og
hvað mundu Danir græða á því? Alls ekkert. Eg sé
ekki eitt orð i því, sern koinið hefir frá hendi Albertis
um stjórnarskrármálið, sem bendi í þá átt, að hann ætli
að „fleka“ oss til eða „laða“ oss til eða „narra“ oss
til að viðurkenna grundvallarlögin, og eg er viss um,
að hann kærir sig ekkert um það; hann sér að það er
þýðingarlaust. I þessu efni verða engin rök fyrir hinu
gagnstæða leidd út úr orðum hans í ástæðunum fyrir
stjórnarskrárfrumvarpinu, þar sem hann segir á bls. 5:
„að þessar stjórnarathafnir séu bornar upp í ríkisráð-
inu, er nú sem fyrri stjórnarfarsleg nauðsyn“. Hér
segir (á dönsku) „forfatningsmessig“, en ekki „grund-
lovmessig“. Hann, ráðgjafmn, styður skoðun sína ekki
við gruudvallarlögin, heldur við það, sem hann eftir