Andvari - 01.01.1903, Síða 55
49
það að kappsmáli, að ]iessum orðum: „í ríkisráðinu“
verði kipt úr frumvarpinu í sumar er kemur. Verði
það gert, er eg í engum vafa wn það, að stjórnar-
skrármálið er þar með fallið, öll vor barátta síðan
1895 árangurslaus, og lítil útsjón til ]iess, að vér ]>á á
næsta áratug fáum til leiðar komið nokkurri viðunan-
legri breytingu á stjórnarfari voru. — Eftir orðum róð-
gjafans í ástæðunum fyrir stjórnarskrárfrumvarpinu, eft-
ir sögu máls þessa síðan baustið 1901, og eftir afstöðu
málsins nú ]>arf enginn að fara í grafgötur um það, að
ef ákvæðinu: „í ríkisráðinu" verður nú kipt úr frum-
varpinu, þá mun því verða synjað konunglegrar stað-
festingar. Skoðun vinstrimanna og hægrimanna í Dan-
mörku er alveg hin sama um þetta atriði, og vér höf-
um glöggar og afdráttarlausar yfirlýsingar um liana í
konuungsbréfum og ráðgjafabréfum síðan 1885, nú síð-
ast í ástæðum ráðgjafans fyrir stjórnarskrárfrumvarp-
inu.
Þetta ætti almenningur að bafa hugfast.
Hins vegar hefi eg enga von um það, að alþingis-
frumvarpið frá 1901 næði nú samþykki alþingis, eða að
almenningur nú vilji sleppa búsetuákvæðinu, til þess að
losna við ríkisráðs-ákvæðið. Málinu væri því stofnað í
hinn mesta voða með þvi að gera áminsta breytingu á
frumvarpínu, hvort sem maður heldur lítur á þá hlið
þess, sem snýr að stjórninni, eða á þá hliðina, sem veit
að almenningi. Alt stríð vort síðan 1895 væri árang-
urslaust, og vér yrðum að leggja útí nýja baráttu, sem eng-
inn getur sagt fyrir fram um, hve langvinn mundi verða.
Vér stæðum engu betur að vígi í þeirri baráttu en vér
höfum staðið síðan 1881. Þegar þessuer þannig farið,
og það er ómótmælanlegt, að svo er, þá má það sann-
arlega kallast viðurlitamikið, að hefja nú baráttu í því
skyni, að fella stjórnarskrármálið í sumar, því að mínu
4