Andvari - 01.01.1903, Page 56
áliti stefnir baráttan gegn þessum orðum: „í rikisráð-
inu“ alveg vafalaust að því einu marki og miði.
Eg hefi að eins tekið til meðferðar aðalatriði máls-
ins, þau sem vafalaust verða að ráða úrslitum þess
í sumar. Eg hefi ekki ætlað að gefa út neitt deilurit,
og því síður hefi eg viljað fara í orðaskak við einstaka
menn eða einstök blöð. Málið snertir oss alla jafnt, og
það er miklu mikilsverðara en svo, að eg vilji gera það
að rifrildismáli. Múlið á miklu fremur að skoða frá
stjórnfræðilegu (pólitisku) sjónarmiði en frá lögfræðilegu.
Vér eigum að líta á það, hvað er hin eðlilega og senni-
lega meining frumvarps-ákvæðanna, en festa oss síður
við hitt, hvernig kunni að vera hægt að þýða þau, só
alt lagt út á verra veg. Vér höfum enga ástæðu, ekki
hina minstu, til að gruna Alberti um tvöfeldni eða und-
irferli í máli þessu, og vér höfum heldur ekki neina á-
stæðu til að ætla, að Danir eða hin danska stjórn sitji
á svikráðum við oss og sé að leitast við að fleka oss.
Vér höfum enga ástæðu til að ætla annað en að Al-
berti og aðrir Danir, sem lmfa afskifti af málinu, vilji
nú af alvöru leiða það til heppilegra lykta einmitt fyrir
oss. Eg trúi því fyllilega, að þeir vilji gera oss ánægða,
ef unt er; en vér verðum að hafa það hugfast, að
þeim er í þessu efni nokkur takmörk sett vegna alríkis-
ins, sem kallað hefir verið, og'oss er kunnugt, hverþau
takmörk eru (jafnrétti þegnanna og ríkisfriðurinn). Vegna
þess hins síðara telja þeir, að alríkið verði að hafa eft-
irlit með löggjöf vorri og landstjórn, og að eftirliti því
verði að koma fram í ríkisráðinu. Þetta er eigi ný
kenning, heldur gömul, og held eg að vér getum eigi
vel haft neitt á móti henni, meðan samband vort við
Danmörku er eins og ]mð er og vér erum ekki meiri
menn en vér erum. En sé þetta svo, þá er oss sjálf-