Andvari - 01.01.1903, Síða 57
51
um einmitt nauðsynlegt, að ráðherra vor hafi rétt til
að mæta í ríkisráðinu. — En þar mætir hann að eins
til pess, að bera mál vor fram fyrir konung og tala
máli voru og Islands. Hann hefir þar sannarlega sér-
stöðu, því að undirskrift lians eins með konungi veit-
ir ályktunum um sérmál vor gildi. Það gagnar eigi,
þótt einn af hinum dönsku ráðgjöfum vildi leggja til
undirskrift sína; hún væri marklaus, og ályktunin þar
af leiðandi ógild. Þar á móti getur konungur Iátið
hvern af hinum dönsku ráðgjöfum sínum sem vera vill
undirskrifa með sér ályktanir, snertandi danska ríkið,
])ótt þær heyri undir verksvið annars ráðgjafa, og er
ályktunin þá gild. Staða ráðgjafa vors í ríkisráðinu er
því önnur en t. d. innanríkisráðgjafans. Enn fremur
verður ráðgjafi vor skipaður eftir stjórnarskrá vorri lil
þess að eins að hafa á hendi störf, sem liggja fyrir ut-
an verksvið grundvallarlaganna; meðan hann fer eigi
út fyrir verksvið sitt, getur hann fyrir því eigi borið
neina ábyrgð fyrir ríkisþinginu samkvæmt grundvallar-
lögunum. Ríkisþingið getur engin afskifti haft af hans
störfum, og þess vegna enga ábyrgð gert gildandi gegn
honum.
Það er engin sönnun í þessu máli, heldur að eins
órökstudd fullyrðing, að úr því að hann mæti í rlkisráð-
inu, þá verði hann að sæta sömu kjörum um ábyrgð-
ina eins og dönsku ráðgjafarnir, og að réttarstaða hans
í ráðinu verði þá að vera söm og hinna ráðgjafanna.
Þetta er rangt,
af þvi aö hann er skipaður eftir stjórnarskránni
en ekki eftir grundvallarlögunum.
af því að verksvið hans eru sérmál íslands, sem
liggja fyrir utan valdsvið grundvallarlaga og dómsvald
rikisréttar.
af því að hann ber ábyrgð fyrir al])ingi og á varn-
4*