Andvari - 01.01.1903, Qupperneq 58
62
arþing fyrir hæstarétti, en þetta hafa verið lög vor nær-
felt 30 ár síðastliðin, og hefir ráðgjafi vor allan þennan
tíma „átt sæti“ í ríkisráðinu.
Ríkisráðið verður að nokkru leyti islenzk stofnun;
það lýtur bæði grundvallarlögunum og stjórnarskrá vorri.
Forsæti hefir konungur Danmerkur og konungur Islands;
i því sitja ráðgjafar eftir grundvallarliigunum og ráð-
gjafi eftir stjórnarskrá Islands; þeir hafa hvorir um sig
sitt lögmælt verksvið, og þeir hera hvorir um sig ábyrgð
eftir sínum stjórnarlögum, þeim er þeir eiga að hlýða.—
Mér virðist þetta ábyrgðarmál vera ofur einfalt, ef
það er að eins skoðað með heilbrigðri skynsemi, ogvér
gerum ráð fyrir því, að vér höfum ráðherra, sem hegð-
ar sér eins og gætnum og greindum manni sæmir.
Tilgangur minn með línum þessum var sá, að færa
rök fyrir því, að vér höfum eigi samþykt eða viður-
kent gildi grundvallarlaganna dönsku með 1. gr. stjórn-
arskrárfrumvarpsins (orðunum: „í ríkisráðinu“) hvorki
beinlínis né óbeinlínis, og að vér þurfum eigi fyrir þá
sök að víla fyrir oss, að samþykkja frumvarpið óbreytt
í sumar er kemur. Eg hefi enn fremur bent á það, að
breyting á frumvarpinu í þessu atriði mundi leiða til
þess, að frumvarpið félli niðui-, og að ekkert yrði að
sinni úr hinni eftirþráðu stjórnarskrárbreytingu. En ger-
um nú ráð fyrir því. að frumvarpinu yrði breytt i á-
minstu atriði, og það síðan öðlaðist konungsstaðfestingu.
Ætli ráðgjafi vor gæti þá komist hjá því, að hera mál
vor upp i ríkisráðinu? Nei, vafalaust ekki; það mundi
alt að einu verða talin stjórnarfarsleg nauðsyn, að hann
bæri þau þar upp, og venju þeirri mundi verða haldið áfram
óhaggaðri, sem fylgt hefir verið síðastliðin 30 ár. En
þá sýnist það vera nokkur hégómi, sem er verið að
deila um, og hefir miklu fremur „theoretiska“ en „prakt-