Andvari - 01.01.1903, Page 61
55
undirmenn sína á íslandi, og litlu síðar fór Noregs-
konungur einnig að reyna að ná yfirráðum yfir Islandi,
og með þessu fiófst útlenda stjórnarstefnan á Islandi.
Þá varð ófriður um alt land, „skeggöld, skálmöld, varg-
öld“ — þá var Sturlungaöld.
Utlenda stjórnarstefnan fikraði sig áfram í fyrstu,
en fœrði sig firátt upp á skaptið, uns fiún vann sinn
fyrsta og stærsta sigur á heimastjórnarstefnunni, ]>á er
landsmenn gáfu upp sjálfsforræði sitt og gengu undir
Noregskonung (1262—1264). Síðan hafa stefnur þess-
ar jafnan togast á um völdin á íslandi, það er að segja
þó að eins þd, er Islendingar hafa fiaft mannrænu til
þess að gæta rjettar síns fyrir útlendu sjórnarstefnunni,
og eigi gengist undir alt þegjandi.
Með Noregi komst Island undir Danakonunga. Þá
er siðaskiftin urðu á miðri 16. öld, óx ríki Dana mjög
á Islandi; upp frá því rjeð Hafnarstjórnarstefnan lengi
lögum og lofum á íslandi, og 1662 vann hún þó enn
mikinn sigur, þá er Islendingar ljetu erindisreka Frið-
riks konungs hins þriðja ginna sig í Kópavogi. Þeir
iðruðust þess að vísu á eptir, en um seinan, og kyn-
slóð eptir kynslóð svaf pólitiskum dauðasvefni á Islandi.
Langa lengi bar ekkert á fieimastjórnarstefnunni. Þó
lifði jafnan í kolunum, og þótt almenningur svæfi, reyndu
nokkrir einstakir menn að ljetta af landinu einokunar-
versluninni sem mest ])rengdi að mönnum og hvíldi sem
farg á þjóðinni.
Eptir frelsishreifingarnar í Evrópu 1830 tóku fá-
einir Islendingar fyrst að fiugsa um að reyna að ná
nokkru valdi aptur inn í landið og að endurreisa al-
þingi. Eptir nokkuð tog á milli fiinnar alvöldu Hafnar-
stjórnarstefnu og fiinnar upprennandi heimastjórnarstefnu
tókst að endurreisa alþingi, en þó að eins til þess að
það gœfi ráð um landsmál. Árið 1848 og 1849 rís