Andvari - 01.01.1903, Síða 62
56
heimastjórnarstefnan upp með fullu fjöri og íslendingar
krefjast sjálfsforræðis yfir sjermálum sínum.
Eptir tuttugu og fimm ára baráttu milli heima-
stjórnarmanna og Hafnarstjórnarmanna (Hafnarstjórn-
arinnar) unnu heimastjórnarmenn allmikinn sigur með
þvi að Island fjekk stjórnarskrána 1874. Þá var lögð
undirstaðan á Islandi undirstjórn sjermála vorra, undir
heimastjórn vora, með því að alþingi fjekk löggjafar-
vald og landshöfðingjaembœttið var sett á stofn. En
vjer fengum eigi sjerstakan ráðgjafa í landinu sjálfu,
eins og vjer höfðum beðið um. Þótt stjórnarskráin um
sjermál vor segi, að landið hafi „löggjöf sína og stjórn
út af fyrir sig£í í öllum sjermáluin sínum, var þó æðsta
framkvæmdarvaldið samkvæmt skoðun hægrimannastjórn-
arinnar, sem þá sat að völdum, falið á hendur einum
hinna dönsku ráðgjafa, sem eru að öllu háðir dönsk-
um lögum og danska rikisþinginu.
Sökum þess að mikið vantaði á að Islendingar
fengju þá heimastjórn eða það sjálfsforræði yfir sjer-
málum sínum, sem þeir liöfðu barist fyrir, hófst aptur
baráttan milli heimasljórnarstefnunnar og Hafnarstjórn-
arstefnunnar. Allar þær tiilögur, sem íslendingar konm
fram með, miðuðu að því að auka stjórnina í landinu
sjálfu, þangað til Dr. Valtýr Guðmundsson bar upp á
alþingi 1897 eins og frá sjálfum sjer breytingartillögur
þær, sem hægrimannastjórnin hafði Iátið semja. Eptir
hreytingartillögum þessum á stjórnarskránni átti að af-
nema þann helsta vísi til heimastjórnar, sem Islending-
ar höfðu fengið, og ráðgjafi einn úr ríkisráðinu, sem
að öllu leyli var háður því ráði, átti að stjórna íslensk-
um sjermálum frá Kaupmannahöfn, en liann átli að
sitja á alþinrji og geta látið fella þar í efri deild hvert
þaö lagafrumvarp og hverja þá lillögu, sem honum lík-
aði eigi. Þetta var rammasta Hafnarstjórnarstefna, og