Andvari - 01.01.1903, Page 63
67
Hafnarstjórnarmenn hafa reynt aö koma því á, en
heimastjórnarmenn barist á móti. Þeim tókst að fella
petta frumvarp þeirra hægrimanna og korna endurbót-
um inn í pað, en í þessu stappi stóð, þangað til vinstri-
menn voru komnir til valda hjer í Danmörku (1901) og
böfðu lýst því yfir, að Islendingar skyldu velja um hvort
þeir vildu heldur hafa stjórn sína og ráðgjafa búsettan
á Islandi eða í Kaupmannahöfn. Þá snerist dr. Valtýr
Guðmundsson, og fylgifiskar hans svo þeir samþykktu
heimastjórn á alþingi 1902, af því að almenningur vildi
alls eigi fylgja þeim, en vildi fá stjórn í landinu sjálfu,
eins og heimastjórnarmenn óvalt höfðu viljað og allur
þorri almennings optast nær með þeim.
Það atriði, sem opt hefur verið rætt um og nú
veldur mestum misskilningi, er ríkisráðsseta ráðgjafa
Islands. Það er þýðingarmikið mál, en ýmsum Islend-
ingum hefur í raun rjettri opt verið það nærri eins ó-
ljóst eins og stefnurnar í stjórnarskipunarmálinu.
Ríkisráðsseta Islandsráðgjafa er tvenns konar,ept-
ir því hvort hann er í ríkisráðinu samkvæmt dönskum
eða íslenskum stjórnarskipunarlögum. I raun rjettri
væri glöggast að hafa eigi sama nafnið yfir þetta hvort-
tveggja.
I. Rikisráðsseta hægrimanna og Hafnar-
stjörnarmanna (Valtýinga) er þannig:
íslandsráðgjafi situr í rikisráðinu alveg eins og
dönsku ráðherrarnir. Þeir sitja þar og hafa setið allan
sinn aldur samkvæmt dönsku grundvallarlögunutn;
þeir eru allir háðir þeim og ríkisþinginu danska,
og konungur nefnir þá alla eptir því sem ústendur með
„pólitík" manna í Danmörku. Þeir fara frá eptir vilja
konungs og ríkisþingsins. Allir ráðgjafarnir eru laun-
aðir af dönsku fje og fá eptirlaun sín einnig af dönsku