Andvari - 01.01.1903, Page 64
58
fje. Þeir eru allir danshir embættismenn. íslands-
ráðherra hefur átt atkvæði um dönsk mál og dönsku
ráðherrarnir um íslensk mál. Á því hefur hingað til
enginn greinarmunur verið gerður í ríkisráðinu fremur
en á dönskum málum. Þá er dönsku ráðgjafarnir víkja
úr völdum, verður íslandsráðgjafi að gjöra |)að einnig;
hann stjórnar og fellur með þeim, ]iví allir eru jieir háð-
ir sömu dönsku lögunum og sömu ástæðunum. Allir
ráðgjafarnir eiga að búa í Kaupmannahöfn. Ástæður
Islands, vilji manna á Islandi og íslensk lög höfðu í
þessu alls ekkert að þýða, því hœgrimenn sögðu: grund-
vallarlögin gilda á Islandi, og fóru eftir þeim. J)r.
Valtýr Guðmundsson segir líka að grundvállarlögin
gildi á Islandi (sbr. ritgjörð hans um stjórnarskrár-
málið í Eimreiðinni V. árg. bls. 33—78, þar sem hann
á .íslensku sýnir best hvað hann fór og hvernig hann
vildi fara með landsrjettindi íslands). Þess vegna átti
samkvæmt breytingartillögum hægrimannastjórnarinnar,
sem dr. Valtýr Guðmundsson flutti inn á þing og mest
hefur barist fyrir, enga breytingu að gera á þessu í
stjórnarskrá vorri. Það þurfti alls eigi að nefna það í
stjórnarskránni, eins og dr. Valtýr Guðmundsson og
menn hans jafnan stagast á. Alt átti eftir tillögum og
samþyktum þeirra hægrimanna og Hafnarstjórnarmanna
að sitja við hið sama um ríkisráðssetuna og stöðu Is-
landsráðgjafa í ríkisráðinu eins og hingað til hefur ver-
ið. Einungis átti að hæta einum ráðgjafa við, þannig
að í stað þess að einn af dönsku ráðherrunum hingað
til hafði jafnan haft íslensku ráðgjafastörfm á höndum,
átti nú einn maður, íslenskur eða danskur, að hafa ])au
á hendi, og til þess þurfti eigi að breyta neinu i dönsk-
um lögum, nema að veita honum laun og siðar vænt-
anleg eptirlaun i dönsku fjárlögunum! Þessi nýi ráð-
gjafi var að öllu eins og hinir ráðgjafarnir nema í