Andvari - 01.01.1903, Page 65
59
einu. Hann átti að fara til Islands og sitja d alþingi,
en til J>ess hafði hann alls engan rjett fremur en hinir
dönsku ráðgjafarnir,'sem búa í Kaupmannahöfn, og þess
vegna þurfti hann að fá þennan rjett. Þess vegna
Jjurfti að breyta 34. gr. stjórnarskrár vorrar, og taka
þennan dýrmæta einkarjett af æðsta innlenda embættis-
manni vorum og veita hann einum ráðgjafanna í Kaup-
mannahöfn.
Dr. Valtýr Guðmundsson gei-ði nú að vísu hverja
atrennuna á fætur annari til þess að fá ráðgjafa hægii-
manna til að skipa sjerstakan Islandsráðgjafa, er færi heim
til Islands og sæti á alþingi og kæmi svo hinum svo
kölluðu stjórnarskrárbreytingum Valtýs á, — en enginn
íslandsráðgjafanna var tilleiðanlegur til þess að brjóta
stjórnarskrá vora og einhver hin helgustu rjettindi, sem
hún veitir oss, ]>ví þeir voru allir ráðvandir menn, þótt
þeir væru afturhaldssamir. En þess vegna kom dr. V.
G. eigi fram vilja sínum.
II. Ríkisráðsseta vinstrimanna og heima-
stjórnarmanna er þannig:
Dönsku grundvallarlögin gilda eigi á Islandi í sjer-
málum vorum segjuin vjer heimastjórnarmenn og vinstri-
menn segja það satt vera. íslendingar eiga að hafa
sjerstakan ráðgjafa samkvœmt stjórnarskrá þeirra. Hann
á að sitja á íslandi, vera launaður af landssjóði og á
væntanleg eptirlaun úr landssjóði. Ilann er íslenskur
embœttismaður, œðsti íslenski embættismaðurinn. Hann
lýtur íslenskum lögum. Hann fer frá að vilja konungs
og alþingis. Hann stjórnar og fellur eftir íslenskum á-
stæðum. Þótt vinstrimannastjórn sje nú í Danmörku,
mætti jafnvel taka rammasta hægramann eða Valtýing
og gera hann að ráðgjafa, ef meiri hluti íslensku ])jóð-
arinnar óskaði þess. Og þótt hægrimenn kæmust apt-