Andvari - 01.01.1903, Page 66
60
ur að völdum í Danmörku, getur íslenskur vinstrimað-
ur eða heimastjórnarmaður haft stjórnina á hendi eptir
sem áður á Islandi, ]>ví alt fer nú .eptir því, sem á
stendur hjá oss sjálfum en eigi Dönum.
Af því að ráðgjafi vor heimastjórnarmanna og
vinstrimanna yfir höfuð að tala er skipaður samkvæmt
íslenskum stjórnarskipunarlögum, býr á Islandi og
lýtur islenskum lögum, er hann með öllu kominn út
úr ríkisráðinu. Hann hefur jafnlítinn rjett til þess að
koma þangað eins og hver annar íslenskur embættis-
maður eða til að mynda einhver hinna dönsku i’áðgjafa
til þess að sitja á alþingi. Ef hann á að geta fengið
rjett til þess að koma í ríkisráðið að eins eina stund,
verður hann að fú rjett til þess með nýjum stjórnar-
skipunarlögum. Þess vegna þarf að setja ákvæði um
þetta annaðhvort í grundvallarlögin dönsku eða stjórn-
arskrána íslensku, til þess að veita Islandsráðgjafa þenn-
an rjett. Nú verður íslenskur ráðgjafi, heimastjórnar-
ráðgjafinn, skipaður samkvæmt íslenskum stjórnarskip-
unarlögum, og því er eðlilegast að rjettur hans verði
lieimilaður i þeim, og á það hefur ríkisráðið fallist. En
hann getur eigi með íslenskum stjórnskipunarlögunV
fengið rjett til þess að sitja í ríkisráðinu á sama hátt
og Islandsráðgjafi áður, og fjallað um mál Dana, Jjafn
vel þótt konungur og hinir ráðgjafarnir vildu leyfa það.
Til þess að veita þann rjett, þyrfti að breyta dönsku
grundvallarlögunum, og til þess þyrfti samþykki tveggja
ríkisþinga og ríkisþingið mundi þakka fyrir, ef farið
væri fram á slíkt, af því að Islandsráðgjafi yrði nú eigi
háður því. Hins vegar geta dönsku ráðgjafarnir nú
eigi heldur fjallað framar almennt um íslensk mál, því
til þess að veita þeim ]>ann rjett, þyrfti að breyta stjórn-
arskrá vorri, og heimila þeim rjett til þess. Að öðrum
kosti mundi íslandsráðgjafi mótmæla því og alþingi einn-