Andvari - 01.01.1903, Síða 67
61
ig Jiakka fyrir, ef ]>eir gjörðu ]>aö. Þetta er alt annaS
og öðruvísi en ]>á, er einn danskur ráðgjaíi — eða sjer-
stakur íslenskur ráðgjafi, sem hefði staðið undir dönsk-
um lögum og væri launaður af Dönum — hafði íslensk
mál undir sjer. Nú fyrst verður Islandsráðgjafi ís-
lenskur embættismaður og sjálfstæður Islandsráð-
gjafi, ]>rátt fyrir alla mótstiiðu dr. Valtýs Guðmunds-
sonar.
Sjermál Islands eru talin upp í lögum 2. janúar
1871 um stöðu Islands í ríkinu. Yfir þeim á að eins
að vera íslensk stjórn. Þá er stjórnarskrárfrumvarpið frá
1902 er orðið að lögum og helstu kröfur vorar heima-
stjórnarmanna þannig uppfylltar, þá ræður ráðgjafi ís-
lands og löggjafarvald landsins yfir þeim, en dönsku
ráðgjafarnir í Kaupmannahiifn ekki lengur. En sjermál
íslands eru afmarkað löggjafarsvið fyrir sig. Ráðgjafi
íslands og alþingi má ekki fara eitt fet út fyrir hið af-
markaða svið, og hvorki fara að stjórna nje samþykkja
lög um annað en það, sem er sjermál landsins. Líka
hafa dönsku ráðgjafarnir og ríkisþingið sinna takmarka
að gæta. Þeir mega eigi setja lög um sjermál vor nje
stjórnarboð. Dönsku ráðgjafarnir og ríkisþingið verða
nú að halda sjer við dönsk og færeysk mál, við þau
mál, sem liggja undir stjórn þeirra.
Hver á nú að gæta þess að stjórn íslands og al-
þingi og stjórn Dana og ríkisþingið fari eigi út fyrir
þau takmörk, sem þeim eru sett? Æðstu stjórnarmenn
ríkisins, ráðgjafarnir, ríkisráðið eiga að gera það, þvi
eigi fara menn þegar með hvað eina til dómstólanna,
heldur þá fyrst, er ágreiningur kemur upp og menn
geta eigi orðið ásáttir. Þess vegna þurfa ráðgjafarnir
allir að koma saman í ríkisráðinu, og komi þeir sjer
eigi saman um eitthvert mál, þá i'yrst fara þeir með á-