Andvari - 01.01.1903, Síða 68
éa
greining sinn til dómstólanna. En af því að Islands-
ráðgjafi er nú orðinn íslenskur embættismaður, þá hef-
ur hann eigi rjett til ])ess að koma þar, nema hann fái
heimild til þess, og heppilegt er, að ákvæðið um það er
sett í stjórnarskrá Islands en ekki í grundvallarlögin
dönsku. Setjum svo að Island tæki miklum framförum,
og fólkinu fjölgaði mjög eins og vjer vonum; mann-
fjöldinn þrefaldaðist og stjórnarstörfin jykust að sama
skapi. Ollum kæmi því saman um að breyta stjórnar-
skipulaginu og setja landstjóra yfir landið með tveimur
eða þremur ráðgjöfum. Konungur ljeti landsstjórann
rita undir islensk lög í staðinn fyrir sig, og hann væri
lika látinn bera ábyrgð á því gagnvart konungi, að ráð-
gjafarnir og alþingi færu eigi út fyrir verksvið sitt. Til
þess að koma slíkum breytingum á þyrfti auðvitað að
breyta stjórnarskrá vorri, og þá yrði um leið numið
burtu úr henni ákvæðið um að Islandsráðgjafi kæmi í
rikisráðið. Alt yrði miklu auðveldara fyrir það að engu
þarf að breyta nema í vorum eigin lögum, og svonajjá
það að vera eptir skoðun vorri heimastjórnarmanna og
vinstrimanna yfirleitt.
Hinn núverandi ráðgjafi íslands hefur lýst yfir
skoðun sinni á þessu máli í Dannebrog 12. janúarl902
og í athugasemdunum við stjórnarskipunarlagafrumvarp
sitt. Þar lýsir ráðgjaíinn því yíir, að það auðvitað geti
ekki komið til mála, að nokkur hinna ráðgjafanna fari
að skipta sjer af sjermálum Islands, en það sje skylda
allra hinna ráðgjafanna að mæla á móti, ef Islandsráð-
gjafinn gerði tilraun til þess, 1) að stofna eining ríkis-
ins í hættu, eða 2) að skerða jafnrjetti allra danskra
ríkisborgara, alveg á sama hátt og það væri rjettur og
skylda Islandsráðgjafans að mæla í móti, ef reynt yrði
frá Dana hálfu að losa um sambandið við Island, eða