Andvari - 01.01.1903, Page 69
halla jafnrjetti íslendinga í konungsríkinu á við aðra
danska þegna (Alþ.tíð. 1902. G, bls. 4—5).
Með þessum orðum lýsir Alberti íslandsráðherra í
bvaða tilgangi það er, að íslandsráðgjafi skuli koma í
ríkisráðið og bera þar upp íslensk lög og stjórnarfrum-
vörp fyrir konungi. Það er að eins gert vegna eptir-
litsins, og það eptirlit verður að hafa bæði af hálfu
Dana og Islendinga. Ráðgjafinn hefur sömu skoðun á
þessu eins og aðrir vinstrimenn og heimastjórnannenn,
sem fullt skyn bera á þetta mál. Miklu færri íslensk
mál verða hjer eptir borin upp í ríkisráðinu en áður,
því það verða nú fá önnur mál en löggjafarmál.
Öllum er nú orðið ljóst hvað vinstrimenn og Al-
berti ráðgjafi meina með ríkisráðskomu íslandsráðgjafa.
Dönsku ráðgjafarnir aniKirs vegar og Islandsráðgjafi
hins vegar eru tveir sjálfstæðir málsaðilar. Þeir vasast
ekki í málum hvors annars, en þeirgæta hvor um sig
rjettinda landsmanna sinna og sambandsins milli land-
anna. Þeir gæta þess að eigi verði farið út fyrir hin
rjettu takmörk.
Alberti hefur lýst yfir hver sje skoðun stjórnarinn-
ar á þessu og vjer heimastjórnarmenn samþykkjum
þessi stjórnarskrárákvæöi um komu íslandsráðgjafa í
ríkisráðið í þeim skilningi og með þeim fyrirmælum, að
ráðgjafi Islands verði að öllu óháður ráðgjafi yfir
sjermálum vorum, og enginn geti við þeim hreift í
ríkisráðinu, ef hann og alþingi gengur eigi út fyr-
ir takmark sjermálanna, og að hann einnig á sama
hátt geti geymt og gætt rjettar vors gagnvart dönsku
ráðgjöfunum.
Þetta er þá skilningur vinstrimannastjórnarinnar og
heimastjórnarmanna. Þessum skilningi þarf þegar „að
slá föstum“, því hann er sá rjetti skilningur á þessu
máli. Alþingi hefði átl að gera það í fyrra, en enginn