Andvari - 01.01.1903, Síða 70
64
þíngmaður sagSi þá neitt nm þetta mál, sem síðar gæti
orðið ]iví til skýringar og Islandi að gagni, nema Guð-
jón bóndi Guðlaugsson eitt atriði. Hann tók það rjetti-
íega fram, að Islandsráðgjafi viðurkendi nú, að (jrund-
vallarlög Dana giltu eigi á íslandi; liann viðurkendi
það með því að setja það í stjórnarskrá vora að ráð-
gjafinn frá Reykjavík skyldi bera upp fyrir konungi lög
og mikilvægar stjórnarráðstafanir i ríkisráðinu. Þetta
er rjett og viturlega mælt.
Að endingu skal jeg geta þess, að maður nokkur
hjer í Kaupmannahöfn reyndi að lijálpa Islendingum og
alþingi í stjórnarskrármálinu, þá er alþingi 1895 hafði
samþykt þingsályktun um að fá búsettan mann á ís-
landi, er hæri ábyrgð á gjörðum sínum fyrir konungi
og alþingi, til þess að stjórna sjermálum landsins. Mað-
ur þessi ljet þá skoðun í ljós við stjórnina, að íslands-
ráðgjafi þyrfti eigi að sitja í ríkisráðinu og að rikisráð-
ið þyrfti að eins að sjá löggjafarmál Islands til þess að
gæta þess, að Islendingar færu eigi út fyrir sjermála-
svið sitt, hölluðu eigi jafnrjetti danskra þegna á Islandi
og kæmu Dönum eigi í vandræði eða ófrið við aðrar
þjóðir. Um þetta ættu ráðgjafarnir dönsku og ráðgjaf-
inn íslenski að dæma í sameiningu. En hægrimanna-
stjórnin vildi eigi heyra þetta nefnt-
Seinna var skoðun þessi borin undir einn hinn
skarpasta lögfræðing hægrimanna, háskólakennara í rík-
isrjetti prófessor dr. H. Matzen, og fjellst hann á, að
hún væri rjett. Hægrimannastjórnin hins vegar hjelt
fast við skoðun sína á ríkisráðssetunni, og þó gerði
einn af hinum nafnkendustu foringjum vinstrimanna með
aðstoð prófessors Matzens tilraun til að hafa góð áhrif
á Rump, en þá var dr. Valtýr Guðmundsson kominn
til sögunnar og Rump vildi þá heldur nota hann, og