Andvari - 01.01.1903, Page 71
65
Valtýskan, uppgjöfin á öllum hinum dýrustu og helg-
ustu landsrjettindum vorum, rann ]iá upp.
Af ])ví, sem hjer er sagt, má nú sjá, hvílíkt djúp
er staðfest á milli ríkisráðs Islandsráðgjafa eptir grund-
vallarlögunum og eptir stjórnarskrá vorri, eptir skoðun
hœgrimanna og Valtýinga annars vegar og eptir skoð-
un vinstrimanna og heimastjórnarmanna hins vegar,
eptir ]>ví, sem hingað til hefur átt sjer stað, og eptir
])vi, sem verða á ]ui, er vjer höfum fengið ráðgjafa bú-
settan á Islandi. Munurinn er eins mikill á búsetu ráð-
gjafans í Kaupmannahöfn og á Islandi, eins og á rjettu
og raungu.
Jeg vona að mál þetta sje nú orðið svo ljóst, að
ýmsir heimastjórnarmenn, sem hafa borið áhyggjur út
af því, að lrjer vœri hallað rjetti Islands, skilji hvað
hjer er um að ræða. Jeg vona einnig að ýmsir aðrir
góðir menn, sem hafa látið ánetjast í hinum pólitisku
ósannindavörpum Valtýinga sjái sig nú um hönd og
skilji mál ])etta og hve nauðsynlegt það ej- fyrir þjóð-
ina að eiga ráðvanda fulltrúa, sem heri fullt skyn á
velferð íslands og hafi bæði þrek, pekkingu og vilja til
þess að vernda og gæta rjettinda vorra og hagnaðar,
en láti eigi leiðast af metnaðargirndinni einni eða per-
sónulegu hatri og heipt. Island verður aldrei endur-
reist með undirferli og öðrum ódygðum.
Menn sjá nú hvað satt er í því sem dr. Valtýr
Guðmundsson er að prjedika fyrir Islendingum, að eng-
inn munur sje á skodun vmstrimannastjórnarinnar
og hœgrimannastjórnarinnar á setu Islandsráðgjafa
í ríkisráðinu. llann má hreykja sjer eins og hann
vill af því, hve oft hann hafi taiað við ráðgjafana frclsi
Islands tii hnekkis og eyðileggingar, en ])að er alveg
samskonar munur á skoðun hægrimannastjórnarinnar
og vinstrimannastjórnarinnar á setu Islandsráðgjafa í
5