Andvari - 01.01.1903, Side 74
68
Bjftrn Gunnlaugsson mældi síSar allmarga hnúka óg
nokkrar aðrar hæðir í suðvesturfjórðungi landsins og
lét ég 1881 prenta þær mælingar'). Nokkrir útlendir
fræðimenu hafa síðar á ferðum sínum inælt hæðir í
ýmsum sveitum og fáeinar í óbygðum, bæði hnúka og
heiðar. Flestar mælingar gjörðu þeir R. Bunsen (1846)
'Th. Kjerulf (1850), Fr. Johnsirup (1876) og A. Hel-
land (1881). mælin^ar annara eru mjög fáar. Þegar
ég hyrjaði ferðir á Islandi var alls búið að mæla 388
hæðir eptir því sem mér hefir talist til, en hvorki voru
mælingar þessar nærri nógu margar og svo voru þær
ekki nógu dreifðar um landið, sérstaklega vantaði nærri
allar mælingar á öræfum og útkjálkum A ferðum
inínum 1881 — 1898 lét ég inér því ant um að mæla
allar hæðir sem ég gat við komið, eptir því sem tök
voru til og kringumstæður leyfðu. alls hef ég á Islandi
mælt rúmar 1200 hæðir og sumar þeirra opt: af liæða-
tölum þessum, sem ég hefi reiknað snerta 770 beinlínis
landslag, fjöll: Imúka, hálsa, heiðar og fjallvegi, en hin-
ar eru að einhverju leyli riðnar við jarðfræði og eðlis-
lýsing landsins. Allar þessar mælingar munu innan
skamms koma á prent í þýzku ritsafni (Petermann’s
Mitteilungen) en hér set ég dálítið sýnishorn. Egímynda
mér að mörgum þyki fróðlegt að fá að vita eitthvað
um hæð helztu Ijallvega og heiða yfir sjó, því fyrr hef-
ur á ísleazku svo sem ekkert sést um Jiað á prenti'1 2).
Fyrst tel ég hina löngu aðalfjallvegi á hálendinu og
svo helztu fjallvegi í hverri sýslu. Suma fjallvegi, sem
ég hefi farið, hefi ég þó af ýmsum ástæðum ekki getað
1) Almanak pjóðvinafélagsins 1881 bls. 49—Ó0 og Goografisk
Tidskrift III, 18 9 bls. 120-127.
2) Af 220 hæðamælingum fjnllvega, som hór eru taldar eru
li !) eptir mig, 0 eptir ít. Bunsen, II eptir A. Helland og I ept
ir Th. Kjerulf.