Andvari - 01.01.1903, Page 75
G9
mælt, sakir illviðra eða annara farartálma. Á hinum
löngu vegum get ég um ýmsar hæðir til ]>ess að sýna
hækkun og lialla landsins, en á styttri vegum nefni ég
að eins mestu hæð vegarins; utan vegar getur heiðin
náttúrlega verið hærri og lægri, en hér er að eins tek-
ið tillit til leiðarinnar sjálfrar. Þá tel ég hæð nokkurra
bæja yfir sjó, lielzt ]»eirra seni liæst liggja. Það er
einkennilegt og ])ó cðlilegt, að hæð býggða yfir sjó i
ýmsum landshlutum hagar sér svipað og snælínan eða
takmörk stöðugra fanna. Snælínan gengur lengst nið-
ur á Hornströndum 1300 fet y. sj. en þar liggja hæstu
bæir að eins 250 fet yfir fjörumáli, sunnar á Vestfjörð-
um er snælínan aftur 2000 fela há og þar gengur
byggðin mest 400 fet upp frá sjó. Norðan við Vatna-
jökul er snælínan rúm 4000 fet yfir sævarfleti, en þar
eru líka bæir á hálendinu 14—1700 fet yfir sjó. Að
lokum tel ég stærð jökla, hæð Þeirra, tölu skriðjökla,
sem ganga niður frá hverri hjarnbungu, og get þess
hve langt þeir ná niður, ennfremur skýri ég frá hæð
snælínunnar yfir sjó. Hvað stærð jökla snertir og hæð
snælínu, þá er enn ekki hægt að ákveða það með fnll-
ri vissu, en ég vona þó að tölur þær sem taldar eru
séu nokkurn veginn nærri sanni. Um þessa grein laud-
fræðinnar hafa menn á Islandi áður vitað mjög lítið eða
svo að segja ekki neitt og hefi ég ]>ví gjört mér far um
að grenslast eptir ])essum hlulum eins vel og auðið
var. Þetta yfirlit um jöklana er til bráðabyrgða, en
siðar vona ég að geta lýst jöklunum nánar í einni lieild.