Andvari - 01.01.1903, Síða 83
ÁlftafjörS, aS SúÖavík og Dvergastoinseyri. Ur Álfta-
firði fór eg svo aftur til Isafjarðar. Eftir nokkurra
daga dvöl jiar fór eg svo 31. júlí vestur í Önuudarfjörð,
að Sólbakka og Flateyri, dvaldi þar nokkra daga og
fór svo þaðan beina leið vestur á Patreksíjörð. Frá
Patreksfirði fór eg svo yfir í Tálknafjörð, að Suðureyri
og þaðan yfir um fjörðinn að Kvigindisfelli. Þvi næst
út aö Selárdal við Arnarfjörð og þaðan inn með firð-
inum að Hringsdal og á Bíldudal. Fór eg svo þaðan
yfir um fjörðinn að Auðkúlu og út með honum, út að
Álftamýri. Þaðan fór eg svo yfir í Dýrafjörð, út í
Haukadal og svo inn með, inn d Þingeyri og að Fram-
nesi. Var rannsóknum mínum þá lokið og fór eg það-
an heim með „Ceres“ 16. ágúst. Vegna þess að sam-
göngurnar voru mér óbagstæðar, gat eg ekki komið því
við að fara norð.ur í Aðalvík, eins og eg hafði ætlað
mér.
I. Silungsvötn og silungsveiðar.
Eins og í hinum fyrri skýrslum mínum, ætla eg
að tala fyrst um silungsveiðarnar, en þótt þær séu ekki
mikilsverðar á Vestfjörðum, sem ekki er að búast við,
þar sem stöðuvötnin eru öll mjög smá og árnar ílestar
mjög stuttar og stríðar og því engan veginn vel lagað-
ar fyrir fisk. Aftur á móti veiðist sumstaðar nokkuð
af silungi í sjónum. Um laxveiði er alls ekki að ræða
á þessu svæði, og lax naumast beldur. Að vísu heyrði
eg sagt frá því, að einstaka lax hafi fengist á stöku
stað, eins og t. d. í Selá i Steingrímsfirði, þar sem mér
var sagt, að einu sinni hafi fengist 18 pd. lax. En
annars getur vel verið, að ekki bafi altaf verið um
reglulegan lax að ræða, heldur um stóran, sjógenginn
urriða (sjóbirting),