Andvari - 01.01.1903, Síða 84
Í8
Helztu silungsvötnin og silungsárnar eru:
Syðradálsvatn í Bolungarvík. Það er lítið, nálega
tjórðungur niilu á lengd og svipuð ]>ví eru hin vötnin,
er hér verða talin, á stœrð. Eg kannaði það og var
með mér maður, er verið hefur 50 ár við vatnið, Jó-
hann Jóhannsson í Bolungarvík. Vatnið er hvergi meira
en 5' á dýpt og fyllist smámsaman af foksandi að ut-
anverðu. I hotni leðja eða sandur, og af jurtagróðri
nokkuð af mosa og chara og einstaka toppur af mara
(myriophyllum). Af smádýrum í hotnleðjunni fann eg
aðeins nokkra kuðunga (linncea) og töluvert rekið upp
af þeim dauðum. Smádýralíf uppi í vatninu var litið
sem ekkert. Hitinn var 9° í framanverðu vatninu, und-
an á, er í það fellur, en 13° í þvi utanverðu. Þrátt
fyrir það, að vatnið var mjög tært, sá eg hvergi í ]iví
neitt af fiski og veiddist ekkert í því um þetta leyti.
Ur því fellur á út í sjó, hjá Osi í Bolungarvík. Bæði
bleikja (,,birtingur“) og urriði ganga þó úr sjó í vatnið
og áður fyrr oft allmikið, en á síðari árum hefur dreg-
ið mikið úr því, víst meðfram vegna þess, að menn
veiða töluvert af silunginum í sjónum, áður en hann
nær að ganga í ána og vatnið. Gengur hann í það
um mitt sumar og fram til hausts. Fer hann fram í
ána, sem fellur í vatnið og veiðist einkum við mynni
hennar. Fyrir veturinn fer mikið af silungnum aftur
úr því og horast mjög meðan hann er í því (því æti
er víst mjög lítið). Hann er 1—2 pd. á þyngd að
jafnaði, en 5—10 pd. urriðar hafa fengist, og ætla
menn þá vera lax. Veitt er bæði með lagnetum, 20
faðma löngum og með ádrætti. I fyrra veiddi helzti
veiðibóndinn um 400. Aður veiddu menn oft mikið í
ádrátt til beitu og hændu silunginn að með maðki úr
slógi. Toppendur eru á vatninu. Ekkert er veitt á ís.