Andvari - 01.01.1903, Page 85
í Jb. Á. M’. er sagt: „SilungsveiÖi hefur gagnleg
verið í Syðradalsvatni, og í gamla daga yfir vættis góð;
síðan hefur veiði jicssi sniámsaman rírnað og er nú að
litlum notum“.
Laugardalsvatn í Ögursveit; í ]>ví er nokkuð af
silungi og dálítil veiði. Vatnið er álíka stórt og Syðra-
dalsvatn.
Langadalsá í Langadal. Hún er ein af lengstu
ánum á Vestfjörðum, en er ])ó varla meira en 2 mílur
á lengd, Hún er all- vatnsmikil og með lygnum hylj-
um og grýtt í botni á milli; er því allvel löguð fyrir
fisk, en þó koma stundum í hana mikil hlaup. Hún
fellur út í breiðan ós hjá Nauteyri. Gengur töluvert af
silungi i hana. Er hann einkum veiddur með ádrætti
l. d. frá Bakkaseli, en nokkuð í lagnet í hyljum og við
ósinn.
Selá hjá Ármúla er allmikið jökulvatn og kemur
undan Drangajökli. Gengur töluvertaf „birting" (bleikju)
í hana og er veilt nokkuð af honum í lagnet neðst í
ánni, frá Árrnúla. Fyrir eitthvað 4 árum hljóp áin einn
dag rétt fyrir leitir fram með miklu flóði eftir stórrign-
ingu. Eftir ílóðið sá Bjarni í Ármúla mikið af dauðum
silungi í botni úti á sjó íyrir framan árósinn. I Kalda-
lóni var mikil veiði þangað til fyrir 3 árum.
I firðina, sem skerast inn úr Djúpinu, íalla margar
smá-ár og gengur nokkuð af silungi í flestar þeirra, þó
lítið sé veitt af honum. Einna helzt af þeim er Múlaá,
er fellur í austanverðan Isafjörð hjá Múla. Sama má
og segja um Jökulfirðina. Þó ár þessar séu ekki veiði-
ár, þá eru þær þó ekki ómerkar, því í þeim klekst víst
út sá silungur, sem veiddur er í sjó víða við Djúpið.
Eg sá ungviði í sumum af þessum ám.
1 Skammstafað fyrir .Tarðabók Arna Magnússonar.