Andvari - 01.01.1903, Page 87
8Í
úr |)ví 9 pd. Afrensli vatnsins er Þverá, er fellur í Víði-
dalsá. I sjónum er silungurinn dálítið veiddur í lagnet,
en mcð ádrætti í árósunum; er ]iað mest bleikja („sjó-
birtingur“) og einkum höfð tií beitu. Silungsveiðinni
befur hnignað á síðustu árum. I bæjarlæknum á Kálfa-
nesi var mikið af bleikjuseiðum.
í Kollafjörð falla Fellsá og Þrúðardalsá í einum
ósi. I Fellsá er nokkur silungsveiði enn, en í binni
jtraut bún fyrir 15 árum. Var dregið á í henni neðan-
verðri að fossi, er silungnr kemst eigi yfir. í Fellsá
kemst hann fram til fjalla. Frá báðum Fjarðarbornum
er töluvert veitt af silungi í sjó og nokkuð frá Kolla-
fjarðarnesi.
I Bitrufirði gengur dálítið af silungi í Krossá og
jafnvel upp í Krossárdalsvatn, lítið vatn á eiðinu milli
Bitru og Gilsfjarðar, einnig í Tunguá, er fellur i fjarð-
arbotninn; en veiði er lítil.
í smáárnar, sem falla í Hrútafjörð vestanverðan,
gengur dálílið af silungi, einkurn í Ilvalsá og Laxá og
i Ilrúiafjarðará gengur bæði lax og silungur og er þar
nokkur laxveiði og silungs, en lítil veiði í hinum.
I firðina við Breiðafjörð norðanverðan falla nokkr-
ar, en allar mjög sluttar og vatnslitlar. Vatnsmest þeirra
er Vatnsdalsá og fellur í gegnum lítið stöðuvatn, en
stallafoss er í henni við mynnið. Aðrar helztar eru
Haukabergsá og Móra á Barðaströnd, Penna í Vatns-
íirði, Vattardalsá, Gufudalsá, Djúpadalsá, Laxá og
Geiradalsá. Flestar þessar ár falla í firði eða voga,
sem mikið útfiri er í. I þær gengur nokkuð af silungi,
bæði bleikju og urriða, vænn urriði t. d. í Pennu og
sagt að laxvart bafi orðið i Laxá. I Pennu er ilt að
veiða vegna stórgrýtis og silungurinn í Vatnsdalsá er
smár. í Vatnsdalsvatni hefur verið veitt dálitið á ís á
vetrum og í sumar átti að reyna að veiða í því með
o