Andvari - 01.01.1903, Blaðsíða 90
84
og fjörðunum ]iar suður og vestur af er mjög lítið um
sel og hvergi reglulegar selaveiðar. Á 18. öld var miklu
meira um sel á jiessu svæði og reglulegar selaveiðar
stundaðar víða, bæði í Jökulfjörðum, Isafjarðardjúpi
innanverðu og fjörðunum, sem inn úr jiví ganga og svo
í Arnarfirði innanverðum og Suðurfjörðum. Á svæðiim
frá Horni og inn í Hrútafjörð er viða allmikið af hon-
um og selveiði töluverð á vmsum stöðum. Mest er af
honum í Ofeigsfirði, Bjarnarfirði, í Kollafirði utanverð-
um og yzt við Hrútafjörð. Aftur á móti er lítið um
hann í Steingrímsfirði. Arið 1000 veiddust í Bæjar-
hreppi 144, i Ospakseyrarhr. fi, i Fellshr. 198 (þar af í
Broddanesi 157), í Kirkjubóls- og Hrófbergshr. 49, í
Kaldrananeshr. 346 (þar af í Kaldrananesi 140), í Ár-
neshr. 365 (þar af í Öfeigsfirði 255) og í Reykjarfirði
nyrðra 50 selir, nærri alt kópar.
Á svæðinn frá Gilsfirði að Látrahjargi er mikið af
sel, eins og kunnugt er, og eru mestu selveiðiplássin
þar: Króksfjarðarnes, Reykjanesið, Múlanesið, Barða-
ströndin innanverð, Bæjarós á Rauðasandi og Vestur-
eyjar. Yfirlit yfir meðalveiði á þessu svæði hefi eg gef-
ið áður í skýrslu minni fyrir árið 1897 (Andv. 1898
hls. 221). Eftir Jh. Á. M. að dæma hefur selveiði ver-
ið lítil á þessu svæði í byrjun 18. aldar og miklu minni
en nú.
Hin selategundin, sem á heima við Vestfirði er út-
selurinn (haust- eða vetrarselurinn). Hann á aðallega
heima á hinu síðast umgetna svæði og er alltíður þar,
shr. áðurnefnda skýrslu rnína. Lítið eitt er að sögn af
honum við annesin við Arnarfjörð og Dýrafjörð. Er
hann þar árið um kring og kæpir þar. Sagt er að honum
haíi fækkað þar síðan minkaði um heilagfiski þar á
miðunum. En lítið eða ekkert er hann veiddur þar.
Stundum sést hann í ísafjarðardjúpi utantil.