Andvari - 01.01.1903, Page 91
85
Aðkomu seli er nú fátt eSa ekkert um við Vest-
firði, en áður var mikið urn ])á og var það einkum
vöðuselurinn (hafselurinn). Á seinni hluta 18. aldur
var hann tíður gestur á fjörðum og víkum í Stranda-
og Isafjarðarsýslu, einkum í Steingrímsfirði, Jökulfjörð-
um og Isafjarðardjúpi innanverðu. Kom hann á jóla-
föstu og var fram til páska. Hafa þessar komur hans
haldist við fram á 19. öld, ]>ví þegar elztu menn
á Vestfjörðum muna fyrst eftir, milli 1880 og
1840 var mjög mikið af honum á þessum nefndu stöð-
um og einnig í Arnarfirði innanverðum. Var hann
skutlaður (veiddur á rá) allmikið. Seinna tóku menn
að veiða hann í nætur. I Steingrímsfirði var hætt að
veiða hann um 1850 og lagðist hann þar síðan smárn-
saman frá. Um 1870 var hann nærri alveg hcrfinn úr
Djúpinu og um likt leyti úr Arnaríirði og Tálknafirði.
Hann kom alla leið suður á Breiðafjörð norðanverðan,
alt suður að Hvammsfjarðarmynni. Kom síðast ganga
af honum 1873, en siðast sást hann þar 1888. Alstað-
ar gerði hann spell á fiskiveiðum.
Kampselur (granselur) og btöðruselur sjást ein-
staka sinnum í ísafjarðardjúpi.
Eins og nú er ástatt. verður ekki sagt, að selur-
inn hafi yfirleitt verulega slæm áhrif á fiskiveiðar á
Vestfjörðum. Það svæðið, sem hann er tíðastur á nú,
er svæöið milli Látrabjargs og Gilsfjarðar; þar er mik-
ið af landsel í fjörðunum og við eyjarnar og af útsel
við hinar ytri eyjar og eyjarnar við Reykjanesið. A
þessu svæði spillir hann víst töluvert silungsveiði og eink-
um hrognkelsaveiði og ílyðruveiði. Firðirnir eru svo
grunnir utan til að aðrar fiskigöngur mundu ávatt reyn-
ast mjög stopular í þá, jafnvel ])ótt selnr væri ekki. Á
ýmsum svæðuin í Slrandasýslu er selurinn eílaust til
tjóns, einkum í Hrútafjarðarmynninu og víða í fjörðum