Andvari - 01.01.1903, Page 92
8fi
og víkum á Ströndum, ]iví fiskur mundi líklega ganga
betur að landi á peim stöðum, ef selur vœri ekki. En
um Kollafjörð vil eg taka fiað fram, að hann er hálf-
lokaður í mynninu af skerjum og grynningum og ]>vi
mjög illa lagaður fyrir fiskigöngur, svo fiskur
m.undi ekki ganga í hann að ráði, þótt jafnvel enginn
selur væri þar, en nú eru eitthvað um 1 þúsund selir
við mynni hans. í Isafjarðarsýslu er yfirleitt svo fátt
um sel, að hann gelur varla haft nein skaðleg
áhrif.
III. Fiskiveiðar i sjó.
Hafið úti fyrir Vestfjörðum, alt frá Skorarhlíðum,
norður fyrir Horn og inn á Húnaflóa er mjög fiskisælt
og hafa Vestfirðingar því stundað mjög fiskiveiðar frá
elztu tímum og mega nú sumir þeirra teljast með hin-
hinum fremstu hér á landi í sjósóknum og veiðuni á
opnum skipum og fiskverkun. Þeir hafa gengið á und-
an öðrum hér í því að nota smokkfisk og kúskel (kú-
fisk) til heitu og afla þeirra og á nokkrum stöðum á
Vestfjörðum hafa menn lengi fengist við hvalaveiðar á
fjörðunum enda ])ótt ]>að sé nú lagt niður á sfðari ár-
um; en þar eru nú aðrir þeim meiri komnir í staðinn.1
Aftur á móti eru þeir skamt komnir í síldarveiðum,
enda þótt Vestfirðir séu víða vel fyrir þær fallnir, en
það er þó komin góð byrjun og vaknaður áhugi í þá
átt. Þilskipáútvegur til fiskiveiða er og orðinn mikill
þar víða; en hann stendur ])ó til bóta.
Eins og áður ætla eg að skifta fiskiveiðunmn hér
í vanalegar fiskiveiðar (þorsk- og ýsuveiðar), síldarveið-
1) Síðan þet.ta var ritað hafa þeir og fyrstir manna hér tek-
ið upp steinolíugangvélar i róðrarskip.