Andvari - 01.01.1903, Síða 93
87
ar og hákarlaveiðar. Þar við bætast svo kolaveiðar og
hvalaveiðar, er stundaðar eru að mestu leyti af útlend-
inguni (Dönum og Norðmönnum).
a. Vanalegar fiskiveiðar.
Þær eru stundaðar mjög misjafnt á ýmsum svæð-
um, sumstaðar, eins og við Isafjarðardjúp utanvert árið
um kring, jiegar fiskur er fyrir og gæftir eru; annars-
staðar frá því snemma vors og fram til jóla; þannig er
því háttað á svæðinu milli Stigahlíðar og Bjargtanga;
eða aðeins á sumrin og haustin, svo sem í Steingríms-
firði, eða þá að eins höppum og glöppum, t. d. í Hrúta-
og Bitrufirði. Loks má segja, að við Breiðafjörð sé lít-
ið stundað annað en hrognkelsaveiði og ílyðruveiði lítið
eitt. Þai1 hafa því fiskiveiðar litla þýðingu sem atvinnu-
vegur.
Langmesta og merkasta veiðiplássið er Isafjarðar-
djúp eða Djvpið, eins og það er alment nefnt vestra.
Eins og kunnugt er, skerst það inn milli Ritsins og
Stigahlíðar og er mynni ])ess tæpar þrjár mílur á breidd.
Liggui' það frá NV. til SA.1 og er S milur á lengd að
Reykjanesi við mynni ísafjarðar. Tæpléga 31/., fyrir
innan mynnið skiptist það, við Bjarnanúp, í tvent, því
norðan við núpinn ganga Jtíkulfirðir inn lil aust-
urs, 1 míla á breidd, en 4 mílur á lengd, i Hrafns-
fjarðarbotn. Til NA. úr Jökulfjörðum ganga Hesteyrar-
fjörður, Veiðileysa og Lónafjörður, Hrafnsfjörður
beint í A. og Leirufjörður til SA. Sjálfu djúpinu
skifti eg hér í þrjá hluta: Utdjúpið fyrir utan línu
milli Bjarnanúps og Osliliða, Miðdjúpið þaðan og inn
að Æðey og Ogurhólma og Inndjúpið þar fyrir innan.
]) liér er ávalt átt við réttvisandi áttir. Yestfirðingar fara
eftir kompásátturn. Segulskekkjan er ðö—39° til vosturs á Vest-
fjörðum.