Andvari - 01.01.1903, Side 95
í fjörðunum háttar þannig: Kaldalón er mjög grunt og
fjarar að nokkru leyti út úr því. Isafjörður er um 40
fðm. utan til, en smógrynnist inn eftir. Reykjarfjörður
og Vatnsfjörður eru mjög grunnir. Mjóifjörður er
einnig grunnur, einkum utan til. Aftur á móti gengur
óll úr Djúpinu A. við Vigur og langt inn í Skötufjörð,
svo dýpi í honum er víða 50—00 fðm. Frá Vigur
gengur grynning inn undir Hvítanes og lokar fyrir
Hestfjörð. Seyðisfjörður og Álftafjörður eru um 30
fðm., Skutulsfjörður 20 fðm. yzt, en smágrynnist svo
inneftir. Botniijn i Djúpinu og fjörðunum er viðast
leirbotn eða sandur og leðja. Á grunnunum við Ut-
djúpið eru þó hraun í botni.
Straumum háttar þannig, að með aðfalli liggur
straumur inn með SV.-landinu, en útstraumur msð
NA.- og N.-landiuu; með útfalli er það öfugt, en miklu
linari straumur. Fyrir innan ögurhólma bei' mest á
útstraumi. í Jökulfjörðum liggur straumur vanalega
á vorin inn með núpnum og út með Grœnuhlíð, en
straumlítið á vetrum, og sé hafís, þá inn með Grænu-
hlíð. Yfirleitt eru straumarnir ekki harðir. Uti fyrir
Vestfjörðum fer straumurinn í NA. með aðfalli, en SV.
með útfalli; þegar kemur fyrir Straunmes, verða þeir
A- og V-straumar. Því lengra sem hann kemur út frá
landinu, ]>ví lengur stendur aðfallsstraumurinn yfir. —
Fiskiskipstjórar lrnfa sagt mér, að þcgar komi fram í
ágúst, fari straumar að harðna og heygja út frá land-
inu á þessu svæði og að þá fari hafísinn alveg, ef
hann hefur verið nærri. Við annesin eru víða harðar
rastir. Hinar verstu eru Látraröst, Straumnesröst og
Hornröst. Á fjörðunum milli Djúpsins og Bjargtanga
liagar straumum líkt og í Djúpinu.
Vindar eru mjög óreglulegir og svipóttir, ef hvast
er, einkum í V.- og SV.-átt.