Andvari - 01.01.1903, Page 96
90
Af hinum mörgu monnum, er fræddu mig um
fiskimálefni við Djúpið, vil eg nefna: Árna Árnason,
Jón Ebenezersson, Jóhann Jóhannsson, Svein Jónsson
og Þorgrím Sveinsson í Bolungarvík, Guðmund Sveins-
son kaupmann í Hnífsdal, Arna Gíslason, Árna Jóns-
son kaupmann, Kristján Markússon, Sölva Þorsteinsson
lóðs á Isafirði, Friðrik Guðjónsson kennara, Guðm.
Hjaltason og Jón Jónsson í Súðavík, síra Sigurð í Vigur,
Jón Jónsson á Garðsstöðum, Kristján Þorláksson í Múla,
Ásgeir Guðmundsson á Arngerðareyri, Bjarna Gíslason í
Ármúla, Kolbein Jakobsson hreppstjóra í Dal, Sigurð
Jósefsson á Sandeyri, Bjarna Guðmundsson á Berja-
dalsá, síra Kjartan á Stað í Grunnavík og Eirík
Gídeonsson í Grunnavik.
Utgerð er mikil við Djúpið, eins og kunnugt er,
og róa menn annaðhvort hver frá sínu heimili eða úr
verstöðum. Mestur aíli er sóttur í Útdjúpið og mun
]mð eflaust vera hið aflasælasta íiskisvæði hér við land.
Aðalveiðistaðan við ]>að er Bolungarvík, nú sem stendur
mesta veiðistaða landsins. í fyrra gengu þaðan lfi skip
heimamanna og 80 inntökuskip á vorvertíð og stundum
alls um fiO, flesfalt sexæringar. í Kálfadal undir Os-
hlíðum er verstaða, og gengu þaðan i vor 7 hátar.
Menn róa beint út í Djúpið (aldrei inn á við) eða útúr
því, svo langt, að Aðalvík er opin, 2—8 tíma róður úr
lendingu. Við miðdjúpið SV-vert er Hnífsdalur aðal-
veiðistaðan; gengu þaðan í vetur og vor 25 skip, þar
af 8 inntökuskip, Úr Seljadal, verstöð undir Oshlíðum,
5 skip. Úr ísafjarðartanga 8 bátar og úr Arnardal,
yzt við Skutulsfjörð austanverðan, 5 bátar. Innanvert
við Arnarnes er verstaðan Hafnir; ]>ar róa menn vetur
og vor úr Álftafirði og stundum úr Æðey. í fyrra
gengu ]>aðan 9 skip og bátar. Inni í Álftafírði er aðal-
útræðið í Súðavík og Tröð. Gengu þaðan í vor 10—