Andvari - 01.01.1903, Page 97
91
11 4-manna-för og nokkrir smábátar (skektur) á sumrin.
Svo er útræði í Seyðisfirði og Vigur (2—3 skip) og
verstöð í Ögurnesi. Róa ]iar helzt menn úr Skötufirði.
I vor gengu 8 skip. I Ögurvík er útræði frá Ögri og
Garðstöðum (4 skip). Þetta eru instu verstöður SV.
við Djúpið. I Æðey er og útræði og á Snæfjallaströnd-
inni utanverðri er útræði frá hverjum hæ, mest frá
Sandeyri, Berjadalsá og Snæfjöllum. I vor als 24 bátar,
5- og 3-manna-för. Ur Hnífsdal og Seljadal róa menn
oft út á Bolvíkingamið, úr öðrum veiðistöðum út í Mið-
djúpið, eða við firðina út í þá, þegar fiskur gengur
þangað. Við Inndjúpið stunda menn nú lítið sjó heima
fyrir, nema á innanverðri Snæfjallaströnd (fyrir innan
Æðey), þvi fiskur hefur á síðari árum sjaldan gengið
inn í það og sama er að segja um Mjóafjörð og Isa-
fjörð. Þeir sem hafa þar útveg. róa því í Bolungarvík
eða öðrum yztu veiðistöðunum. Við Útdjú]»ið og utan-
vert Miðdjúpið eru vertíðir eiginlega tvær: Vetrarvertíð
frá Mikaelsmessu til páska og vorvertíð frá páskum li!
Jónsmessu. Eftir nýár koma inntökuskipin. A sumrin
er sjór lítið stundaður. Við innanvert Miðdjúpið er
sjór sjaldan stundaður heima fyrir á vetrum, því frá
nýári til krossmessu er fiskur þar vanalega stopull;
aftur stunda menn þar sjó allmikið á sumrin, þegar
alli býðst. I Jökulfjörðum er útræði í Grunnavík (7
bátar í fyrra haust), á Staðareyrum (7), á Hesteyri (4)
og Sléttu (2). Menn róa þar út í Jökulfjarðaflóann og
stunda sjó heima fyrir að eins frá hvitasumm til nýárs.
Á vetrum róa þaðan nokkrir bátar á Snæfjöllum og í
Kálfadal.
Bátar þeir sem hrúkaðir eru liaust og vetur eru
flestir 6-æringar með 5 eða 6 á, og 4-manna-för á
vorin og sumrin; þess utan eru sumstaðar brúkaðir
minni bátar, þriggja rúma bátar með 3 eða 4 á. Lagið