Andvari - 01.01.1903, Side 99
93
tiær ínn i gegnum stefnið og stutta röng innan í ]iví.
í Bolungarvík eru skipin oft dregin upp með öllum
farmi eða hálffull af sjó, og hlýtur ]iað að reyna þau
mjög. Annars er mikill léttir að vindum þessum. Þær
kosta með streng 60—80 kr.
Aðalveiðarfærið er lóðin og nálega hið eina. Lóð
kalla ]ió Vestfirðingar hverja 85—00 öngla (krækjur,
járn), er feslir eru á 1 ’/„ streng (snæri) og stokkaðir
eru á einn stokk. Segja þeir þvi, að þeir leggi cða
dragi svo og svo margar lóðir í einu. í Bolungarvik
lcggja rnenn haust og vetur alt að 20 lóðir í einu, en
alt að 40 á vorin (o: 1800—3500 öngla) og heita i
landi og leggja lóðina í hring í skipinu. A vetrum eru
hafðar 6 lóðir milli duíla (sem eru keilumyndaðarböjur),
en 8—15 á vorin. Menn leggja oft lóðina í lykkju,
þegar fiskur er á litlu svæði. Lóðin er dregin mið-
skipa á völtu. Smádrekar eru hafðir í stað stjóra. Á
Snæfjallaströnd leggja nrenn 25 lóðir eða fleiri í einu
og beita stundum á sjó; þó hafa menn hvergi fleiri
lóðir eða eins margar og í Bolungarvík. Flotlínur hafa
menn ekki reynt og haldfæri eru nú mjög lítið brúkuð,
nema dálítið á sumrin fyrir smáfisk í Bolungarvík,
Skutulsfirði og Jökulfjörðurn. — Beitan er mjög marg-
breytt: Ijósabeita (ýsa, steinbítur, ]iorskhrogn (kýta) og
hrognkelsaræksni), síld, ný eða frosin, silungur, smokkur,
kræklingur og kúfiskur (kúskel), hnísugarnir o. fl. Öðu
er lítið um og því ekki beitt að ráði. Krœklingurinn
er nú mjög þrotinn; fekst hann mest í Vogum, á Svein-
húsaboða og í Skálavík í Vatnsfjarðarsveit og á Látrum
í Mjóafirði. Var hann tekinn með hrífum eins og við
Faxalliia og brúkaður mikið áður en kúfiskur var tekinn
upp. — Kúfiskurinn var fyrst hafður lil beitu við
Djúpið fyrir 20 árum. Var hann þá til víða þar, en
nú er hann alstaðar uppurinn á þvi svæði, sem menn