Andvari - 01.01.1903, Qupperneq 102
96
urfiu menn að hætta við útræði í Bolungarvík vegná
fiskileysis og flytja út í Skálavík og Súgandafjörð, því
enginn afli var innar. Stóð þannig um nokkur ár.
Aflaleysi þetta var víst meðfram að kenna vöðusela-
inergðinni inni í Djúpinu. — Olavius talar um aíla-
brögð við Djúpið seint á 18 öld (1775). Segir að
undanfarin 17- 20 ár hafi fiskiveiðar þar verið í blóma
og lofar Djúpmenn fyrir dugnað. I útverum brúkuðu
menn þá haldfæri, en lóðir á innmiðum. Lögðu menn
þá 10-12 lóðir með 100 önglum á í einu. Það má
kalla mikið þá. Gekk þá fiskur ekki í Jökulfirði fyrr
en í ágúst. Selur (vöðuselur?) var þá í Djúpinu og
þótti reka burtu fiskinn í desember. Þá fyrir nokkru
hafði verið gerð tilraun til að innleiða þorskanet og
bátalag frá Sunnmæri i Noregi og þar til fengnirNorð-
menn, sem áttu að kenna Djúpmönnum sjómeusku og
þorskanetabrúkun, eins og tíðkaðist í Noregi. Þessar
tilraunir urðu þó að litlu liði þar vestra. Jb. Á. M.
gefur (1710) ýmsar upplýsiugar um fiskiveiðar við
Djúpið i byrjun 18. og í lok 17. aldar. Ilið merkasta,
sem þar er sagt, er það, að undanfarin 18—20 ár
hafði aílaleysi verið í Inndjúpinu (fyrir innan Borgarey),
i ísafirði, Mjóafirði og Skötufirði, sökum þess að fiskur
gekk þá ekki á þessar slóðir. Um bæina á Langadals-
strönd er t. d. sagt: „A þessum bæjum, er heimræðe
er taleð i þessare sveit, er so vareð, að hier hefur
aldrei merkileg skipaútgerð vereð, hvorke að fornu nie
nýju, eður verstaða nockurstaðar, heldur hefur hver
bónde, er so hefur vereð efnaður, átt einn bát eður 2
að leita að þessum fiske á fjörðinn, sem núhefurvereð
gagnslaust að kalla í under 20 ár“. I Jökulfirði bafði
fiskur • þá lítið gengið í nokkur ár. Þá voru 15 ver-
búðir í Bolungarvík, en fleiri höfðu áður verið.
Um fiskigiingur hafa menn ]iá skoðun alment, að